Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 24
24
ýmsum nöfnum1 2. Faðir Sigurðar hjartar er nefndr
Helgi „hinn hvassi“ bæði í Hkr. (44. bls.) og þætti
af Ragnarssonum (Fas. I. 357—58. VÁ. I. 111. 69)
og í þættinum er ætt hans talin til Dögltnga, einsog
í Flat. I. 25 (Fas. VÁ. II. 8), en ekki til Ynglinga,
en aptr er ekki sagt í Hkr. hverrar ættar hann hafi
verið. Kona hans, móðir Sigurðar hjartar, er al-
staðar nefnd Áslaug. J>ar á móti er faðir Ingjalds
ekki netndr nema Helgi (Olafsson), hvorki af Ara
fróða (íslb. 12. k.) né í Ln. 2. 15, né í Fms. I. 246,
né i Fas. II. 104 (VÁ. II. 50)-. Á öllum þessum stöð-
um er ættin rakin til Ynglinga, en Helgi hvergi auk-
nefndr „hinn hvassi“, og ekki heldr í Eyrb. 1. k.
og Nj. 1. k., þar sem ættin er ekki rakin lengra í
beinan karllegg en til Helga. (í Sturl. 2. 9, er kona
hans reyndar kölluð Ólöf, í stað þess að Nj. og
Eyrb. kalla hana f>óru, en það getr vel verið ein-
ber misgáningr). Af þessu er helzt að ráða, að
hér sé um tvo Helga Ólafssonu að ræða, sem hafi
átt sína systurina hvor, en það verðr ekki varið, að
þótt þetta hefði vel getað átt sér stað, með því að
bæði þessi nöfn (Helgi og Olafr) voru algeng kon-
ungsheiti í fornöld, þá er það fremr grunsamlegt
og verðr það enn frekara fyrir þá sök, að írsk
sagnarit telja ætt Ólafs hvíta alt öðruvísi en íslend-
ingar (sjá Storm : Krit. Bidr. I. 119. bls,). Nú mætti
reyndar hugsa sér, að þeir Ólafr hvíti og ívarr,
konungar í Dýflinni, hefðu ekki verið nema hálf-
1) f>að hefði líka mátt ímynda sér, að hinn sami Helgi
Ólafsson hefði átt báðar systrnar, f>óru og Áslaugu, aðra
fyr en hina síðar.
2) A tveimr síðustu stöðunum er faðir Helga uefndr
GuÓröðr, en ' 'Iafs-nafnið felt úr, hvort sem það er komið
af vangá eða misminni (eða óglöggri sögusögn, sjá
síðar).