Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Síða 29
29
ingar og Ynglingar), Að tengdir hafi átt sér stað
tnilli Upplendingakonunga (af Ynglingaættinni) og
ættmanna Sigurðar hjartar (Döglinga) , er mjög
sennilegt, með því að þeir voru nágrannar.
J>ótt eitthvað kunni þannig að vera skakt í ætt-
artölu Breiðfirðinga, þá leiðir engan veginn af því,
að hún sé smíðuð af ásettu ráði eða tilbúin móti
betri vitund, þvíað hægt var að villast í öllum þeim
ættagrúa, sem fornir fræðimenn geymdu i minni,
enda eru þess mörg dæmi, að missagnir finnast i
ættartölum1, eins og öðrum sögusögnum, og er þó
engin ástæða til að halda, að missagnir þessar séu
sprottnar af ásettu ráði, til að viila aðra. þ>að er í
alla staði ólíklegt, að Ari fróði eða heimildarmenn
hans hafi sótt sinn Helga konung Olafsson í kirkju-
sögu Adams frá Brimum, þar sem Helgi nokkur er
látinn koma til ríkis í Danmörku eptir þá Sigfröð
1) Auk þeirra dæma, sem hér eru áðr tilgreind, má geta
þess, að Ásgeirr æðikollr er stundum kallaðr sonr On-
undar tréfótar (Ln. 2. 32), en stundum sonr Auðunar
skökuk (Ln. 3. 1; Grett. 11. k. og Laxd. 40. k., er
kallar þorgrím hærukoll líka son Auðunar, einsog Fms.
II. 23) og er þessi missögn sprottin af því, að ekkja
Onundar giptist Auðuni, og skiptast síðan á nöfnin Ás-
geirr og Auðunn í ættinni (Ln. 3. 1. Grett. 28. k.),
enda er líklegt tímans vegna, að tveimr liðum (sam-
nefndum við hina) sé slept úr ættartölu Ásgeirs, svo að
Ásgeirr eldri hafi verið langafi þorvalds og Kálfs og
Hrefnu, og ekki hefir þorvaldr verið sonr Jórunnar,
dóttur Ingimundar gamla, þótt svo sé talið í Ln. 3. 1,
heldr mun hún hafa verið langamma hans, þvíað móðir
þorvalds er nefnd þórkatla í Ln. 5. 11. •— Synir O-
svífrs hins spaka eru sumir nefndir öðrum nöfnum í Ln.,
en í Laxd. pg enn nokkuð öðruvísi í Fms. I. 286, sömu-
leiðis synir Ólafs pá (sbr. Fms. I. 249 og Eg. 81. k.),
og loks er Göngu-Hrólfr kailaðr í Laxd. 32. k. Oxna-
þórisson, í stað þess að Ln. og flestar sögur kalla hann
son Rögnvalds Mærajarls.