Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 35
35
sonr Bjarnar járnsíðu, sem lfklegast er, þá eru jafn-
margir liðir frá Birni járnsíðu til Sléttu-Bjarnar
(Björn járnsíða—Eiríkr—f>óra—f>orgils—Herfinnr—
Gróa—Sléttu-Björn) einsog frá Sigurði ormi i auga
til þórðar gellis (Sigurðr—(f>óra)—(Ingjaldr)—Olafr
hviti—forsteinn rauðr—Ólafr feilan—f>órðr gellir).
En ef Eiríkr konungr, forfaðir Sléttu-Bjarnar, er
látinn vera sami maðr og Eiríkr Ragnarsson (og~
f>óru), er Saxi telr konung í Svíþjóð (1. IX. p. 458
—464), þá verða jafnmargir liðir milli hans og
Sléttu-Bjarnar (Eiríkr—f>óra—f>orgils —Herfinnr—
Gróa—Sléttu-Björn), einsog eru milli Sigurðar orms
í auga og Eiriks konungs blóðaxar, sem mun vera
fæddr um 900 (Sigurðr—Áslaug—Sigurðr hjörtr—
Ragnhildr—Haraldr hárfagri—Eirikr blóðöx). Ætt-
artala Sléttu-Bjarnar nær að vísu ekki lengra fram.
en til Eiríks konungs af Uppsölum, en af því verðr
ekkert ályktað annað en það, að ættfræðingar hafa
ekki kunnað að greina þennan Eirik konung, sem,
Sléttu-Björn taldi ætt sina til, frá öðrum Uppsala-
konungum með sama nafni. Sumum kann að þykja.
ættartala þessi tortryggileg af því, að í henni standa
nöfnin Elina og Búrizleifr (sem talinn er konungr i
Görðum, en hefir orðið að lifa í heiðni, snemma á.
9. öld) og þar er lika nefndr Dagstyggr Risakon-
ungr, sem ýmsir fræðimenn. nú á tímum munu.
vilja vísa til hugmyndaheimsins. En þetta er samt.
enginn vottr þess, að ættartalan sé tilbúin, þvi þótt.
Elinarnafnið (Helena —Elena—Elín) sé fyrst komið
til Norðrlanda með kristninni, þá gat áðr verið til
eitthvert svipað nafn, sem seinna hefði horfið fyrir
Elinar-nafninu eða blandazt saman við það. þannig
er í hinu fornenska Beowulfs-kvæði dóttir Dana-
konungs nefnd Elan (Beow. v. 124), og sagt, að
3*