Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 37
37
öld1, en orð Nestors benda til þess, að þá hafi um
hríð verið ófriðr milli Slava og Væringja þeirra, er
„Rus“ kölluðust, er lyktaði svo, að „Rus“ náðu
völdum í Garðariki og héldu þeim síðan. |>ar sem
nú Dagstyggr Risakonuner er nefndr í ættartölu
Sléttu-Bjarnar, virðist Hggja næst að halda, að átt
sé við konung hjá þjóðflokknum „Rus“, sem hægt
var að rugla saman við „risa“ með því að fornmenn
hafa hugsað sér Risaland einhverstaðar í Austr-
vegum2, (sjá Hkr., Yngl. i. k., 4. bls., sbr. Fms.
III. 179—83). Að slíkr „Risakonungr“ hafi verið í
mægðum við slafneskan höfðingja, og ætt þeirra
tengzt svo við sænska höfðingja-ætt frá Qpplandi,
er all-sennilegt, með þvi að það kemr vel heim við
það, er vér þekkjum til viðskipta þessara Austr-
vegs-þjóða. Ættartalan er þannig engan veginn
ósennileg, og styrkist ennfremr af því, að hún er
svo greinileg sem hún er, og því er hún heldr til
stuðnings þeim reikningi, að Eiríkr (Bjarnarson)
hafi verið konungr í Svíþjóð um 800 eða skömmu
siðar, eins og bent er til hér að framan (Tímar. X.
136. bls.). Ef vjer tökum nú saman ástæðurnar til
þeirrar skoðunar, að Ragnarr og Ragnarssynir hafi
1) Vér vitum með vissu, að menn af þjóðflokknum
»Rus« komu til Miklagarðs á árunum 830—40, og jafnvel
löngu fyr (774? sjá Ann. f. nord. Oldk. 1844—45, 304.
bls.). Getr það því vel verið satt, að samtíma Ivari víð-
faðma hafi verið uppi konungr af Norórlandakynslóð f
Austrvegi (Ráðbarðr, faðir Randvés og stjúpfaðir Har-
alds hilditannar).
2) I Ln. 2. 19. stendr, að Hrafsi Ljótólfsson hafi
verið »risaættar at móðerni«, en faðir hans hefir, ef til vill,
verið ættaðr frá Jamta-landi eða Helsingjalandi, þvíað
hann þá land að Barna-Kjallaki landnámsmanni, son-
arsyni Kjallaks jarls á Jamtalandi, Eyrb. 1. k.).