Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 38
38
-verið aðrir menn en „Loðbrók“ og Loðbrókarsynir,
þá eru þessar hinar helztu, sem fram eru komnar:
1. Loðbrókarsynir eru hvergi { útlendum ritum kend-
ir við Ragnar, enda eru þeir víða nefndir Loðbrókar-
synir einvörðungu, bæði í vísum trémannsins i Sámsey
(Fas. I. 2gg, VÁ. I. iii. 52) og elztu ritum Dana
og íslendinga (Storm: Krit. Bidr. I. 82—83).
2. Rúnaletr í Orkneyjum vísar svo til, að „Loð-
brók“ hafi verið móðir þeirra Loðbrókarsona og sé
heygð i Orkneyjum (Krit. Bidr. I. 84).
3. Ragnarr (Sigurðarson) er eigi auknefndr „Loð-
brók“ í hinum elztu kvæðum, sem geta hans (Ragn-
arsdrápa Braga gamla frá 8. öld. Háttalykill Rögn-
valds Orkneyjajarls frá miðri 12. öld).
4. í sögum vorum (og jafnvel hjá Saxa) heita flest-
ir af Ragnarssonum öðrum nöfnum, en Loðbrókar-
synir eru nefndir í útlendum ritum.
5. Skilríkar íslenzkar ættartölur vísa svo til. að
Ragnarr og synir hans hafi hlotið að vera uppi
löngu fyr en Loðbrókarsynir.
6. Eptir sögum vorum (og Saxa) eru Ragnarr og
synir hans konungar og ráða löndum, og eiga Dana-
konungar og Svíakonungar kyn sitt að rekja til
þeirra, en Loðbrókarsynir eru sumir nefndir jarlar
i útlendum ritum og virðast ekki hafa verið kon-
ungbornir (nema í móðurætt, sjá Storm: Krit. Bidr.
I, 86).
7. Eitt danskt konungatal nefnir Ragnar (Álfs-
bana) og Ragnarssonu löngu á undan „Ragnari
loðbrók1*.
Af þessu sýnist fullkomlega mega ráða, að eldri
sagnir um Ragnar og Ragnarssonu hafi i munnmæl-
unum blandazt saman við sögu „Loðbrókar“ og
sona hennar, og hinar ósamhljóða ættartölur frá