Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Qupperneq 47
47
hinn sami og Guðröðr veiðikonungr (eða hinn mik-
illáti) faðir Hálfdanar svarta, en afi Haralds hár-
er Guðröðr feldi), hvort þeir hafa verið af sömu ætt og
Guðröðr, eða af annari innlendri konungsætt, sem deilt
hafi um ríki við Ynglinga (einsog Storm ætlar). Ættar-
nöfnin(Guðröðr, Sigfröðr, Hemingr, Hálfdan)eru hin sömu í
báðum þessum ættkvíslum (Guðröðar-ættinni og Haralds-
eða Ala-ættinni), og báðar eigna sér yfirráð yfir fylkinu
Véstfold í Noregi, en aptr virðast útlend sagnarit (Fulda-
árbækrnar) að greina þessar ættir sundr, með því að
þar stendr svo, að árið 854 hafi allir menn af konungs-
ættinni fallið í orustu, nema 1 sveinn, og er hér auð-
sjáanlega átt við ætt Guðröðar, þvíað bæði sona Haralds
og ílræreks bróður hans er opt getið seinna (Storm:
Krit. Bidr. I. 42). En þess ber að gæta, að árbóka-
höfundarnir hafa víst eigi verið svo kunnugir högum
Dana, að þeim gæti eigi skjöplazt í þessu, og þó að
þetta hefðu upphaflega verið aðeins tvær kvíslir af ein-
um ættstofni (Ynglingar, tengdir ætt Ragnars?) þá gátu
þeir tekið þær fyrir tvær ættir, þegar þær voru búnar
að vera greindar sundr og hvor annari óvinveittar í
hálfa öld. Eins er það alveg óvíst, hvort konungar þeir
í Danmörku, er Sveinn Ulfsson Danakonungr taldi upp
fyrir Adami frá Brimum, hafa allir verið í ætt við þessa
konunga eða ekki, og ómögulegt er að sanna það, að
Hörða-Knútr hafi ekki verið kominn frá Sigurði ormi í
auga, þótt hann hafi líklega ekki verið sonr hans, einsog
sögur vorar segja, þvíað það fær varla staðizt tímans vegna.
|>að er annars als ekki víst, að Adam, sem aflagaði svo
mjög frásögn rita þeirra, er hann fór eptir, hafi haft alt
rétt eptir Sveini ÍJlfssyni, og þó að Sveinn hefði sagt,
að Hörða-Knútr hefði komið frá Noregi (»Nortmannia«)
þá er slíkt engin sönnun fyrir því, að hann hafi verið
Norðmaðr. Hinrik VII. Englakonungr kom frá Erakk-
landi, þá er hann brauzt til ríkis á Englandi, og hafði
áðr dvalið langa hríð í Bretagne, en þó var hann bor-
inn og barnfæddr á Englandi, átti þar alla ætt sína, og
var kominn í kvenlegg af konungsætt þeirri (Lancaster)
er búin var um mörg ár að berjast um völdin við aðra
ættkvísl (York) af sama stofni, unz karlleggr hennar
var gjöreyddr að lokum, og fékk hver ættin um sig
liðveizlu frá útlöndum (Frakklandi og Búrgund). Gat
ekki líkt staðið á í Danmörku á 9. öld? Vér höfum of