Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 56
56
getr það varla táknað Norðmann, því að um Norð-
menn hefir Ari allajafna orðið „nórœnn“. Móðir
Úlfljóts var þó norræn kona, dóttir Hörðakára (Ln.
i, io sbr. 4. 7). Faðir hans er hvergi nefndr, en
af orðum Ara virðist mega ráða, að hann hafi
sænskr verið.
Um Sléttu-Björn* 1 er getið hér að framan, og
hefir hann eflaust verið sænskr að móðurætt, en
hitt er óvíst, hvort hann hefir komið hingað frá
Svíþjóð, enda er eigi fullvist , hverrar ættar og
þjóðar Hróarr, faðir hans, hefir verið, en tíðast er
Hróars-nafnið í sænskum og dönskum ættum.
Skjalda-Björn, móðurbróðir Sléttu-Bjarnar, nam
iand á Hornströndum (Ln. 2, 31). f>að er sagt um
hann, að hann væri víkingr mikill og jafnan óvin
Haralds konungs, og gæti það bent á, að hann
hefði eitthvað verið riðinn við Noreg, og má þá
geta til, að Halla móðir hans Héðinsdóttir hafi verið
lega sömu merkingar og Norðmaðr, en það hefir þó
h'ka (upphaflega) verið haft um Svía (og Gauta), að
minsta kosti var Eyvindr austmaðr frá Svíaríki (Gaut-
landi, sbr. »austrkonungr« í Yngl.).
1) Sléttu-Björn hét maðr, er nam land í Saurbæ
fyrir vestan, og átti þuríði, dóttur Steinólfs hins lóga,
en ætt hans er ekki rakin í Ln. 2. 21, og má ætla, að
hann sé sami maðr og Sléttu-Björn Hróarsson (Ln. 3.
9), enda átti þjóðrekr sonr hans sonardóttur Skjalda-
Bjarnar, og hefir þá leitað mægða í ættina, sem títt
var í heiðni. Líklegt er, að Sléttu-Björn hafi fyrst verið
fyrir vestan, og þjóðrekr verið elztr sona hans, og orðið
þar eptir (hjá Steinólfi afa sínum), þegar faðir hans
réðst norðr til Skagafjarðar, þar sem lönd virðast hafa
verið seint numin, einkum austanvert við fjarðarbotninn
(sjá Ln. 3. 8—10). Sléttu-Björn mun hafa farið úr
Saurbæ fyrir landþrengsla sakir, eins og þjóðrekr sonr
hans síðar. Frá Sléttu-Birni er margt manna komið.