Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 58
58
Hjaltlands með Torf-Einari) hafi átt Jórunni, dóttur
forgnýs lögmanns af Svíaríki (Ln. 3. 17), og er
hér líklega átt við forföður f>orgnýs þess, er ræð-
una frægu hélt á Uppsalaþingi, en óvíst er samt,
að þessi forgnýr hafi verið föðurfaðir hans, þvíað
afi hins nafnkunna þ>orgnýs virðist hafa verið jafn-
aldri eða samtíðarmaðr f>óris snepils, sbr. : þorgnýr
—Þorgnýr—J>orgnýr, og hinsvegar : f>órir snepill
—Ormr töskubak—Hlenni gamli, og : f>órir snepill
—|>orkell svarti—Guðríðr kona J>orgeirs Ljósvetn-
ingagoða1), enda segir J>orgnýr í ræðu sinni, að afi
sinn hafi munað Eirík Uppsalakonung Eymundar-
son, en ekki að hann hafi verið með honum, og er
því líklegt, að hann hafi verið miklu yngri en Ei-
ríkr konungr, og fæddr nálægt 870—880. J>ó getr
og vel verið, að hann hafi verið talsvert eldri en
í>órir snepill, og ætt hans gengið mjög seint fram.
Eptir því sem ætt prasa þórólfssonar, er nam
land undir Eyjafjöllum og bjó í Skógum, er talin í
I.n. 5. i , hefir hann verið kominn frá Herjúlfi
hornabrjót, sem líklega er sami maðr og sá, sem
sagt er að bygt hafi Herdali og átt Helgu, frænd-
konu Önundar Svíakonungs (Ann. f. nord. Oldk.,
1844—5, 168. bls.). Sögn Ln. um ættmenn J>rasa
virðist nokkuð hæpin og bágt að henda reiður á
henni, og verðr ekkert víst sagt um það, hvort þeir
hafi nokkuð verið riðnir við Svíaríki eða ekki, en
af Hörðalandi fór f>rasi til íslands og sýnist þannig
hafa átt heima vestanQalís í Noregi, þótt hann væri
kynjaðr af Upplöndum2.
1) þorgnýr sá, er talaði á Uppsalaþingi við Olaf
Skautkonung, hlýtr að hafa verið á llku reki og Hlenni
og Guðríðr, eða jafnvel heldr yngri.
2) þetta er eitt af hinum mörgu dæmum til þess,
að höfðingjar frá Upplöndum hafa flutzt vestr yfir fjall,