Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 65
65
visu í þessu, sem fleiru ekki saman við Ln. (3. 13)
er kallar föður J>orsteins svarfaðar Rauð ruggu í
Naumudal, og konu hans Hildi, dóttur J>ráins svarta
þurs, en það getr samt verið, að sögn Svd. sé ekki
með öllu tilhæfulaus, og hafi J>orsteinn svörfuðr verið
í einhverja kynkvisl ættaðr af Gautlandi, eða þá
(útg. 1883) nefndr móðurbróðir barna þórörnu í öllum
handritum, og í sama kap. 60. 1. eru þau Sigríðr og
Klaufi kölluð systurbörn hans í öllum hdr. — Hvort-
tveggja hefir útgefandinn (dr. Finnr Jónsson) leiðrétt ó^-
fyrirsynju. Sbr. einnig 15. k. 21. 1., 18. k. 10. 1.). — 3. A
undan eyðunni er þess getið, að þorsteiun þorgnýsson
hafi, samkvætnt því, er hann hafði heitið þórólfi bróður
sinum á banadægri hans, látið son sinn og Ingibjargar
jarlsdóttur heita eptir honum (5. k. 105. 1.; 10. k. 34.
L). Eptir eyðuna finst ekkert um þórólf þenna, og það
þótt föðurbróðir hans spáði því á deyjanda degi, að hann
mundi verða frægr maðr, enda getr sá hluti sögunnar,
sem fer á eptir eyðunni, ekki um neinn annan son þor-
steins svarfaðar, en Karl hinn rauða. það sem stendr í upp-
fyllingu eyðunnar um þórólf þorsteinsson, að hann hafi
orðið jarl á Gautlandi eptir Herröð móðurföður sinn (11.
k.) verðr eigi skoðað öðruvísi, en sem ágizkun þess, er
uppfyllinguna samdi. — 4. í seinna hluta sögunnar er
þorsteinn svörfuðr aldrei kallaðr þorgnýsson, og þess
eigi heldr getið, að hann hafi átt Ingibjörgu fyrir konu.
— 5. Eptir eyðuna er margt sagt frá Karli rauða, syni
þorsteins svarfaðar, en á undan henni er þess eigi getið,
að hann hafi átt neinn son með því nafni. — þannig
lftr helzt út fyrir, að þorsteinn þorgnýsson og þorsteinn
svörfuðr eigi ekki að vera sami maðr eptir sögunni, og
það getr vel hugsazt, að höfundr hennar hafi látið þor-
stein þorgnýsson vera afa þorsteins svarfaðar og þórörnu,
en þau böm þórólfs þorsteinssonar. þórólfr eldri segir
líka við bróður sinn, er hanu biðr hann að láta heita eptir
sér: ten ek sé, at þú munt auka cett várat, og virðist
höfundr sögunnar með þessum orðum benda til þess, að
þeir, sem sagan segir mest frá, séu niðjar þórólfs yngra.
þó er auðvitað ómögulegt að segja með vissu, hvað í slíkri
eyðu hefir staðið, ekki sízt þegar um svo ónákvæma og
ruglingslega sögu er að ræða, sem Svd. er.
Tímarit hins islcnzka Bókmenntafjelag* XI. 8