Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 69
T
69
finst lika hjá (Hkr. 136. bls.). Tosti jarl Guðinason
sem var sænskr að móðurætt (Saxo 1. X. p. 512,
522), átti líka son sem Skúli hét, og með honum
kom nafnið til Noregs á 11. öld]1.
Af þessu stutta yfirliti yfir landnámsmenn þá, er
kyn sitt áttu að rekja til Svíaríkis, má sjá, að þeir
eru mjög fáir, sem víst er að verið hafi sænskir
eða gauzkir2, og þó eru þeir enn færri, sem lfkindi
eru til að komið hafi hingað beint frá Svíaríki, eða
átt þar heima, áðr en þeir fóru út hingað. Helzt
væri það þá frændrnir Skjalda-Björn og Sléttu-Björn,
og þeir Oddr skrauti og Friðleifr, og er þetta þó
ekki víst um neinn þeirra3. En alt fyrir það snert-
ir landnámssaga íslands að ýmsu leyti sögu Svía-
ríkis, eins og dæmin hér að framan sýna, enda voru
þeir landnámsmenn eigi allfáir, er töldu ættir sínar
til sænskra og gauzkra höfðingja. Ari hinn fróði,
er kallast má höfundr íslenzkrar sagnaritunar, var
1) Skúía-nafnið í Mýramanna-ætt (Eg. 83. k.) gæti
verið komið vir ætt Gunnars Hlífarsonar. þess er ekki
getið, hvaðan hann var kynjaðr (Ln. 2. 19) en nafnið
»Höggvandill« á syni hans virðist fremr benda til Svía-
ríkis eða Danmerkr en Noregs (sbr. »Vandill« í Nj. (29.
k.) og Fær. (19.—20. k.), og »Horvendillus og Gervend-
illus« hjá Saxa (III. 135).
2) Uni suma er vafasamt, hvort þeir hafa heldr verið
gauzkir eða dan9kir að ætt, en miklu færri virðast samt
hafa danskir verið, og verðr í rauninni enginn tilgreindr,
sem komið hafi frd Danmörku, nema ef vera skyldi Uni
Garðarsson, sem þó var sænskr að ætt. Aptr voru ýms-
ir landnámsmenn, sem töldu ættir sínar til Danakon-
tmga l'ram í kyn, einsog fyr var á vikið, en komu hing-
að frá Noregi eða Vestrlöndum.
3) þeir, sem komu frá Jamtalandi (Barna-Kjallakr
og Grímr í Grímsnesi) eru ekki taldir hér að framan,
og geta ekki heldr tahzt sænskir, heldr Norðmenn, því-
að Jamtaland var bygt af Norðmönnum og lá leug9tum
undir Noreg.