Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 70
70
að langfeðgatali kominn af Ynglingum, hinni elztu
konungsætt í Svíþjóð, og mun það víst að miklu
leyti vera honum að þakka, að sögurnar um Yng-
linga hafa varðveizt til vorra tíma. Af ætt ívars
víðfaðma segir Snorri að Svíakonungar og Dana-
konungar séu komnir, þeir er þar hafi einvald haft,
eptir að Uppsalaveldi hvarf úr ætt Ynglinga, og
hefir hér á undan verið minzt á ættir þær á íslandi,
er töldu kyn sitt þaðan.
það bar opt við eptir landnámstíð, að íslenzkir
menn komu til hirðar Svíakonunga, og einkum til
jarlanna á Gautlandi, og vinguðust við þá. þ»annig
kom Gull-J>órir til Hlöðvés jarls frænda síns (nál.
910, Gullþ 5. k.). Egill Skallagrímsson þá veizlu
„at Arnfiðar (Arnviðar?) jarls, sem annaðhvort hefir
verið jarl á Gautlandi eða Hallandi (um 925, Eg.
48. k.V. Hörðr Grímkelsson var hjá Haraldi jarli á
Gautlandi (um 970), og fékk Helgu dóttur hans.
Hróarr er nefndr sonr Haralds jarls (ísl. s. II. 42—
51). £>ess eráðrgetið, að J>orvaldr Hjaltason var með
Eiríki konungi sigursæla í Fýrisvalla-orustu (984),
og Björn Breiðvíkingakappi með Styrbirni sterka.
Skömmu fyrir 1000 fór Hallfreðr vandræðaskáld á
fund Ólafs konungs sænska, og flutti honum kvæði.
Hann var og með Rögnvaldi jarli Ulfssyni í Vestra-
Gautlandi (Fms. II. 212, 220). Skömmu eptir 1000
var Gunnlaugr ormstunga hjá Sigurði jarli i Skör-
um, og fór þaðan til Ólafs Svíakonungs, enda tók
þá að fjölga ferðum íslenzkra hirðskálda til útlendra
höfðingja víðsvegar um Norðrlönd, sem Skáldatal
sýnir. Getr alt þetta verið til nokkurrar skýringar
1) 1 þætti Orms Stórólfssonar (Fnts. III. 215) er
getið um Herröð jarl á Gautlandi (um 950?), en sá þáttr
er mjög ýktr, og óvíst hvað satt er í honum (sbr. Safn
til sögu ísl. I. 284).