Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Síða 85
86
leif á árunum 1167—72, en ríkti síðan í friði, til þess
er hann dó (haustið 1195, Fms. VIII, 302); Sörkvir
Karlsson (1195—1210) barðist við Eirík (X.) Knútsson
(1208—1216) á árunum 1205—1210 og féll seinast fyrir
honum; Jóan Sörkvisson ríkti í friði (1216—1222), en
Eiríkr (XI.) Eiríksson (1222—50) var rekinn frá ríki af
Knúti langa, frænda sínum (1229—34), og síðar gjörðu
synir Knúts óspektir í Svíaveldi. Eptir dauða Eiríks
konungs komust Fólkungar til ríkis, og bældi þá Birgir
jarl (f 1266) allar óspektir niðr og hóf Svíaveldi til fornr-
ar vegsemdar. Um hann orti Sturla lögmaðr þórðar-
son kvæði, og mun það hafa verið í síðasta sinni, er
íslenzkt skáld kvað um höfðingja í Svíaríki. En það
var ekki fyr en eptir þann tíma, að Svíar fóru sjálfir
að semja nokkuð að ráði viðvíkjandi sögu sinni, og mun
það víst að nokkru leyti hafa verið að kenna hinum
langvinna ófriði innanlands.
Skammstafanir:
Andv. = Andvari (VI. ár, Kh. 1880).
Bisk.=Biskupa sögur (I. II. Kh. 1858. 1878).
Brandkr.—Brandkrossa þáttr.
Dipl. Isl. = Diplomatarium Islandicum. Kh. 1857—76.
Drpl. = Droplaugar8ona saga.
Eg. = Egils saga Skallagrímssonar, (Bvík 1856).
Eyrb. = Eyrbyggja saga.
Fas.=Fornaldarsögur Norðrlanda (Kh. 1829—31). VA.
=útg. Valdimars Asmundssonar.
Flat. I. = Flateyjarbók I. Kristiania 1860.
Fld. =Fljótsdæla hin meiri.
Fms. = Fornmanna sögur (Kh. 1825—37).
Grett. = Grettis saga.
Gullþ. = Gull-|>óris saga.
Herv. = Hervarar saga og Heiðreks konungs.
Hkr. = Heimskringla Snorra Sturlusonar. Christiania 1868.
Islb. =íslendingabók.
ísls. = íslendinga sögur (I. II. Kh. 1843—47)
Laxd. =Laxdæla saga.
Ln. = Landnámabók.