Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 89
89
hans er eigi alllítill, og skal hér drepið á fátt eitt,
er sýni það, og geti jafnframt gefið hugmynd um
efni bókarinnar.
Allmargir hafa haldið því fram, að fornmenn á
söguöldinni hafi að eins haft eitt íveruhús, er ým-
ist hafi verið kallað skdli eða eldhús eða stofa, og
að þar hafi heimilismenn allir setið að innivinnu,
eldað mat, matazt og sofið, en hafa þó eigi neitað,
að í því húsi hafi stundum verið afþiljuð herbergi
eða klefar, svo sem til þess að geyma í matarforða
(matbúr) eða til annarrar notkunar. Nú hefir dr.
V. G. ljóslega sannað, að slíkt er með öllu rangt,
og að fornmenn hafi þegar í frá bygging landsins
haft á bæ sínum að minnsta kosti 3 eða 4 hús sam-
stæð, auk úthýsa, og opt, einkum er líða tók á
söguöldina, langt um fleiri.
þ>á er landnámsmenn komu hingað að óbyggðu
landi, hafa þeir að jafnaði allra fyrst komið sér upp
einu ibúðarhúsi, er kallað var skáli, og venjulega
hafa þeir og að líkindum gjört annan skála sér-
stæðan, til þess að geyma í forða sinn og búsgögn.
íbúðarskálinn hefir að jafnaði þegar verið þiljaðr
sundr í 3 hús eða herbergi: stofu, eldhús og mat-
búr. Stofan var aðalhúsið, og þar sátu allir frjáls-
bornir menn að vinnu og mötuðust. í eldhúsi var
soðið, setið við elda á kvöldum til þess að bakast
og sofið á nóttum. En brátt hefir það orðið al-
mennt, að því er menn höfðu föng á, að aðgreina
mateldhús, er hélt nafninu eldhús, en stundum fram-
an af var kallað eldaskáli, og svefnhús, sem venju-
lega var nefnt skáli eða stundum setaskáli (því að
sofið var í setum). Brátt tóku menn að reisa smærri
hús að skála-baki, er gengt var í úr skálanum eða
húsi því, er fyrst var gjört, svo sem matbúr og