Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Qupperneq 99
99
áfastir hurðinni, annarr að neðan, en hinn að ofan,
og léku þeir í borum í þröskuldinum og dyratrénu,
eða í lykkjum, er þar við voru festan Borurnar
eða lykkjurnar voru kallaðar hjörur(?)j og enn
síðar var tekið að hafa hurðir á járnum, og hélzt
þá enn nafnið ,hjarrar‘ (og ,hjörur‘) um hurðarjárnin.
— Vér segjum enn, að hurð sé lokið upp, er hún
gengr inn (eða út), og að hurð standi á gátt eða
hálfa gátt, þegar hún er opin eða hálfopin, þó að
nú hafi gátt (eða gættr1 2) aðra merking en áðr.
jpessi stutta ritsmíð mín gefr að eios lítið bragð
af hinum mikla fróðleik, sem er í riti dr. V. G., en
kynni þó að geta gefið þeim, er fornum fræðum
unna, hugmynd um, hvað á bókinni megi græða.
1S/12 1889. Eggert Ó. Brím.
1. Eigi sýnist með öllu víst, að borurnar eða lykkjurnar
hafi verið kallaðar hjörur. Pas. iii. 143. sannar það eigi, því
að bæði gæti „hjörum“ þar verið rangt fyrir „björrum", eða
,hjörum' gæti verið af ,hjari' ,hjarri, enda má »tla, að höf-
undr sögunnar hafi haft hurðarjárn í huga, ella hefði hann
fremr átt að segja „tekin úr“ en „tekin afa hjörum.
2. Gátt eða gœttr merkir nú bil milli dyrastafa og veggjar.
— Eg efast um, að menn segi nú gœtt í nefnifalli, en almennt
er sagt „troða í gættina“ og „taka úr gættinni" (af 'gœttr?).