Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Page 101
101
Svarað :
jpegar í Róu ríkti hann Jón
rífkaðist Víðidalur;
hann mun ei fyrir húðlátstjón
höfðingjunum falur.
[Sá Jón var alkendur óknyttamaður og prakkari að
alþýðu rómi. Sýslumaður B(jarni) hafði látið hýða
hann á þingi. Róa heitir fram í Miðfirði, þar hann
bjó nokkurn tíma].
2. Anno 1734 hafði sýslumaður Bjarni brigzlað Skúla
um eitthvað á beinakerlingu, en landskrifari Oddur
sungið undir.
Skúli svaraði þeim fyrra :
Alt það lenti í amors krók,
þau áttust lög á hjarni,
þá séttareið af sætu tók
sýslumaðurinn Bjarni.
En til Odds :
þín eg brigzlin þoldi ei par,
það mig síður varði,
kímir að beinum kerlingar
kærastan á Skarði1.
3. Ár 1734 var hann staddur á kaupskipi með kaup-
manni Jónas Rís. það var í logni byrhægt undir
Stafnesi, og komu Islenzkir út. þeir spurðir frétta,
vissu ekkert, nema að nýkomnir væru nýir franskir
herrar til Bessastaða.
1) Oddur Magnússon landskrifari bróðir Gísla bisknps, var
hinn mesti atgjörvismaður ; heitmey hans var þegar hér var
komið Sigríður dóttir Sigurðar Einarssonar á Geitaskarði. og
giptust þau 1736 ; sóttu þeir þaö ár hvor á móti öðrum hann
og Skúli um Skagafjarðarsýslu, og varð Skúli hlutskarpari
Oddur dó 10. Janúar 1738. (J. þ.).