Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 110
110
4. Eg hræðumst ekki myrkrið mjeg,
minst hef eg beig af álfum,
fram skal eg og fara minn veg,
þó fjandanum rigni sjálfum.
5. Opt hef eg slíkan óvin minn
og illúðlegri séðan ;
eg forakta þig, fjandinn þinn,
farðu í burtu héðan.
Af bréfi einu frá 1770 til greifa Otto Thotts er svo að
sjá, sem hann hafi verið helzti talsmaður Skúla erlendis
um þessar mundir, og mátti hann sín mikils. Með þessu
bréfi sendi Skúli honum vandaða afskript af Sæmundar-
eddu til að mýkja hann; hefir hann vitað hvað Thott kom,
því að hann var einhver mesti bókasafnari, sém nokkurn
tíma hefir í Danmörk verið.
Khöfn í marzmán. 1890.
Jón þorkelsson.
2. Vísur Páls lögmanns Vídalíns 1715.
Páll fór utan í Höfða um haustið í málum sínum við
Odd Sigurðsson, og átti þá agasamt við fieiri stórmenni;
hafði Oddur látið dæma hann frá embætti á alþingi 1713,
en Páll hafði stefnt málinu fyrir hæstarétt. þegar hann
fór utan, ritaði hann hið merkilega bréf, sem Espólín hefir
látið prenta í Arbókum sínum IX, 25—26, og þá hefir hann
kveðið þetta fagra kvæði. það er tekið hér eptir afskript
með hendi Halldórs konrektors Hjálmarssonar (d. 1805),
en hann ritaði »eptir hendi séra E(inars) H(álfdánar)s(on-
ar)«. Kona Páls var þorbjörg dóttir Magnúsar digra í
Vigur Jónssonar.