Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 16
136
Hún hefir lyft norðurenda jarðar upp móti sólinni.
Hún hefir líka haft auga á smávæginu — farið niður í jörð-
ina, inn i eggjaskúta gráandanna og hreiðurholur sólskríkjunnar.
Vorgyðjan hefir þó ekki komið á einn stað — að eins einn:
í hugskot mitl.
Vill hún ekki koma til mín? Eða get ég ekki veitt henni
viðtökur?
Það mun vera hvorttveggja og bæði.
II.
Ég ligg sunnanundir kirkjuveggnum — moldarveggnum, sem
mamma mín hvilir undir og halla mér upp að leiði mömmu
minnar.
Það var einu sinni, í öndverðu, hlaðið hærra en hin leiðin
— einu hnausalagi hærra eða tveim. En nú er það tekið að
lækka — farið að blása sunnan megin, þar sem hádegissólin og
hlákuvindurinn njóta sín, sitt í hvoru lagi og í samvinnu.
Hversvegna munu þau vilja jafna yfir þessa gröf — slétta yfir
moldir mömmu — byrgja bústað hennar undir jafnsléttunni ?
Hin leiðin eru öll saman grasi gróin.
Eru þau að gefa mér bendingu um, að hún hafi jafnan látið
litið yfir sér, en að sumir tylli sér of mjög á tærnar?
Hún var ætíð elsk að ljósinu og ylnum. Ef til vill eru þau
að ryðja geislunum veg niður í gröfina — niður að ásjónunni,
sem hefir horft brostnum augum tuttugu og fimm ár samfleytt
móti dagsbrúninni — niður að ásjónunni, sem átti varirnar, sem
einu sinni kystu mig af fúsum vilja — ekki einu sinni, heldur
þúsund sinnum.
Þær hafa nú legið í moldinni fjórðung aldar.
* *
*
Svona gengur það:
Varir mömmu fengu ekki að kyssa mig, nema meðan ég
hafði ekki vit til að meta kossa hennar, hvers virði þeir voru. Og
nú á ég varir handan við leitið og lágina, sem ég fæ ekki að
snerta.
Ég sagðist eiga varir.
Reyndar á ég þær ekki.