Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 16
136 Hún hefir lyft norðurenda jarðar upp móti sólinni. Hún hefir líka haft auga á smávæginu — farið niður í jörð- ina, inn i eggjaskúta gráandanna og hreiðurholur sólskríkjunnar. Vorgyðjan hefir þó ekki komið á einn stað — að eins einn: í hugskot mitl. Vill hún ekki koma til mín? Eða get ég ekki veitt henni viðtökur? Það mun vera hvorttveggja og bæði. II. Ég ligg sunnanundir kirkjuveggnum — moldarveggnum, sem mamma mín hvilir undir og halla mér upp að leiði mömmu minnar. Það var einu sinni, í öndverðu, hlaðið hærra en hin leiðin — einu hnausalagi hærra eða tveim. En nú er það tekið að lækka — farið að blása sunnan megin, þar sem hádegissólin og hlákuvindurinn njóta sín, sitt í hvoru lagi og í samvinnu. Hversvegna munu þau vilja jafna yfir þessa gröf — slétta yfir moldir mömmu — byrgja bústað hennar undir jafnsléttunni ? Hin leiðin eru öll saman grasi gróin. Eru þau að gefa mér bendingu um, að hún hafi jafnan látið litið yfir sér, en að sumir tylli sér of mjög á tærnar? Hún var ætíð elsk að ljósinu og ylnum. Ef til vill eru þau að ryðja geislunum veg niður í gröfina — niður að ásjónunni, sem hefir horft brostnum augum tuttugu og fimm ár samfleytt móti dagsbrúninni — niður að ásjónunni, sem átti varirnar, sem einu sinni kystu mig af fúsum vilja — ekki einu sinni, heldur þúsund sinnum. Þær hafa nú legið í moldinni fjórðung aldar. * * * Svona gengur það: Varir mömmu fengu ekki að kyssa mig, nema meðan ég hafði ekki vit til að meta kossa hennar, hvers virði þeir voru. Og nú á ég varir handan við leitið og lágina, sem ég fæ ekki að snerta. Ég sagðist eiga varir. Reyndar á ég þær ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.