Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 99
219
hugsa til þess, að hún gæ.ti hjúkrað honum fram í andlátið; heyrt
síðustu orðin, sem hann segði, horft inn í augun hans áður en
þau brystu og kyst hann deyjandi. En nú var henni líka fyrir-
rnunað þetta.
Hún hafði setið grafkyr um stund og horft á hann agndofa.
Hún var sokkin niður í hugsanir sínar. Það var ekkert, sem glapti
fyrir henni. Þreytan og svefninn gátu ekki bugað hinar sterku
tilfinningar, sem fengið höfðu alt vald yfir henni.
»Ö—hö—ö, ö—hö—ö,« sagði lóan, um leið og hún sveif
fyrir gluggann með hörðum vængjadyn. — Hún hrökk við og leit
út. »Veslings lóan á ferli,« hugsaði hún, »máske hún sé lika
hrygg í huga, hljóðið var svo angurvært.«
Hún tók nú fyrst eftir því hve dirnt var orðið; það var likara
vetrarkveldsrökkri en vornæturhúmi. Og veðrið, hvað það var
orðið ömurlega leiðinlegt. Um Morguninn og fram yfir hádegi
hafði verið fagurt veður, heiðríkt og sólskin, en úr því fór hann
að draga upp á sig og nú var loftið hulið þykkum úlfgráum þoku-
mötli, og úr honum hristi hráslagaleg norðangola þétta yrjuskúri.
— Hún færði stólinn nær glugganum og horfði á þokumöttul-
faldinn, sem straukst sundurtáinn og tirjóttur við heiðarbrúnina á
móti. Stundum seig hann niður og hékk lengra eða skemmra
niður í hlíðina, stundum lyftist hann upp, svo að heiðarbrúnin
sást, en þó óglögt gegnum rökkrið og regnmóðuna.
Henni varð ósjálfrátt að bera saman veðrið og æfikjör sín.
Frá því hún var barn hafði hamingjusól hennar jafnan skinið í
heiði; stöku sinnum hafði reyndar létta skýflóka borið fyrir hana
nokkur augnablik, en þá hafði skinið bara orðið skærara á eftir.
Aldrei hafði neina óveðursbliku dregið fyrir sólina, fyrri en í
vetur, þegar hann, sem hún elskaði, faðir litlu barnanna hennar,
lagðist veikur. Lengi hafði hún vonað, að veikinni mundi létta,
blikan mundi eyðast, en sú von brást stöðugt. Honum þyngdi
því lengra sem leið, batavonin dofnaði dag frá degi; blikan þéttist
og varð smátt og srnátt að drungaþykni, sem hvergi rofaði í gegn-
um. Hvergi sást neinn bjarmi; aðeins daufa skímu lagði gegnum
skýmökkvann — hún var orðin vonlaus eða vonlítil; skuggalegt
rökkurhúm grúfði yfir henni bæði innra og ytra.
»Ekki er þó óhugsandi að læknarnir ytra geti hjálpað honum,
ef hann kemst lifandi út, þó líkindin séu ekki mikil. En guði er
ekkert ómáttugt!«