Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 86
20 6
við enda sama símans í vatnsskálinni á hinni stöðinni og táknaði
það bókstafinn a; á þennan hátt mátti síma heil orð og setningar,
með því að sima hvern bókstafinn eftir annan. Þegar Sömmering
kom fram með þessa hugmynd, gjörðu flestir gys að honum fyrir, þvi
menn héldu að straumurinn mundi ekki geta komist nema máske
nokkur hundruð faðma eftir símanum; svo mundi hann þverra
smámsaman. Nokkru seinna bætti Sömmering símann svo, að
ekki þurfti nema tvo sima í stað 24, og er sagt að sá ritsími
mundi eigi kosta nema 270 kr. fyrir hverja milu vegar, en frétta-
fleygir Chappes kostaði nærri 10 sinnum rneira. Þrátt fyrir það
var uppgötvuninni enginn gaumur gefinn af öðrum en einstöku
vísindamönnum, og Sömmering gat ekki fengið svo mikið fé, sem
þurft hefði til þess að gjöra fullnægjandi tilraunir.
Kringum 1820 uppgötvuðu menn segulverkanir rafmagns-
straumsins, og hugkvæmdist þá þegar ýmsum mönnum, að auð-
veldara mundi vera að nota þær, en að láta strauminn greina
vatnið sundur í frumefni sín, eins og Sömmering hafði gjört. Tveir
þýzkir vísindamenn, Gauss og Weber að nafni, urðu fyrstir til að
framkvæma þá hugmynd; þeir lögðu síma frá athugastöð utan-
borgar inn á vinnustofu sína, fram hjá segulnál, sem þar var, og
svo til baka út á athugastöðina; þegar straum var hleypt í símann
sem snöggvast úti á stöðinni, gjörði nálin eina sveiflu, væri straumn-
um hleypt tvisvar hvað eftir annað, komu tvær sveiflur o. s. frv.;
af þessum sveiflum gátu þeir svo ráðið merki þau, er þeim voru
send. Hér var alt undir því komið, að geta hleypt straumnum
af stað og slitið hann sem tíðast, til þess að skeytasendingin tæki
ekki mjög langan tíma; til þess var notað mjög einfalt verkfæri,
áþekt »lyklinum«, sem bráðum skal verða lýst.
Eftir þetta rak hver uppgötvunin og endurbótin aðra, og yrði
of langt mál að lýsa þeim öllum hér. Einna merkilegast var það,
að þýzkur maður að nafni Steinheil tók eftir því árið 1838, að
ekki þurfti nema einn sima milli stöðva, með því að jörðin getur
komið t stað annars símans. Straumurinn þarf, eins og áður er
drepið á, að fara frá galvanskerinu á einni stöð, fram hjá segul-
nálinni á annari stöð og svo til baka til galvanskersins, og þá
verða símarnir milli stöðvanna tveir. En sé nú lagður sírni frá
koparplötu kersins fram hjá segulnálinni og svo endi hans grafinn
í jörð niður, og í annan stað ofurlítill spotti frá zinkplötu kersins
og niður í jörðina, þá hleypur straumurinn fyrst eftir simanum,