Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 43

Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 43
163 tala. Hún fann vitanlega til þess, að það var skylda þeirra að gera það, því hún var forseti klúbbsins, og æruverðug frú í ofan- álag. Eitt sveið henni þó sárt, að ein fundarkonan, þessi Ingi- björg Jónsdóttir, eða hvað hún nú hét, virtist ekki bera minstu lotningu fyrir henni eða manni hennar. A fundinum var hún hin eina, sem hafði vogað sér að mæla á móti þvi, að þetta mikils- verða málefni hefði framgang, — hafði sagt það væri fáfengilegt að tala um slíkt, og hún mundi þvo þvott sinn á mánudögum, hvort sem klúbburinn vildi eða ekki. Frúin mintist þess enn- fremur með helgri gremju, að þegar Ingibjörg þessi var í kirkju siðast, hafði hún á höfðinu haft hatt, sem var mikið fallegri heldur en sá, er hún brúkaði sjálf. Hvaða rétt hafði annars þetta fólk til að búast betur en hún, eða mótmæla því, sem hún segði? Vitanlega alls engan. Og daginn áður, þegar þær mættust af til- viljun úti á stræti, hafði Ingibjörg þessi ekjd hneigt sig fyrir henni, eins og þó var skylda hennar að gera, ef hún hugsaði nokkuð um sína andlegu velferð. Frúin fann það með sjálfri sér, að hún gat ekki þolað slíkar svívirðingar lengur. Onnurhvor þeirra hlaut að fara úr klúbbnum, og hún efaðist ekki um, hvor þeirra það yrði; það yrði vitanlega Ingibjörg. Frúin brosti svo ánægjulega að þessari hugsan sinni, að fellingar fóru um alt andlitið, út undir eyru. Aðeins þyrfti hún að koma því svo haganlega fyrir, að til- laga um brottrekstur Ingibjargar kæmi ekki frá sér — hún mátti ekki eiga nokkurn þátt í því —. Frúin átti tvo ástvini — að undanskildum manni sínum. — Annar var stór, gulbröndóttur köttur, sem hafði til að bera alla þá kosti, sem einn kött mega prýða. Hann hafði aðeins einn galla •—• hann veiddi aldrei mýs. Hinn var svartur rakki, lítið stærri en kötturinn. Báðir þessi kjörgripir frúarinnar lágu nú á mjúkri sessu inni í stofunni. Dyrabjöllunni var hringt. Hundurinn stökk upp með gelti. Frúin lauk upp öðru auganu og ætlaði að standa á fætur, en rankaði þá við því, að það sæmdi sér ekki sem prestskonu að fara sjálf til dyra, og sat því kyr. Bjöllunni var hringt í annað sinn. »Silvía!« kallaði frúin, »farðu og sjáðu hver kominn er.« Feit og digur stúlka, sem eflaust var fyrir löngu komin á örvæntingarárin, kom fram úr borðstofunni og opnaði dyrnar. Uti stóð maður, sem vér höfum áður kynst — Mr. Johnson. »Séra Kristjánsson heima?« n*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.