Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 63
i83
eða vantrausti, er þér berið til stjórnar landsins i Ottawa. Ég
stend hér frammi fyrir yður í dag, til þess fyrst og fremst að
æskja fylgis yðar og atkvæða á kjördegi, og í öðru lagi til þess,
að skýra yður frá stefnu minni í hinum helztu málum landsins.
An þess að mér komi til hugar að efast um, að þér munið fylgja
hinni réttu hlið, því þér, íbúar þessarar borgar, eruð allir svo sjálf-
stæðir í skoðunum yðar, að þér látið ekki tælast af mútum eða
fögrum loforðum (Heyr! heyrl), þá vil ég lýsa yfir því, — og ég
geri það alveg óhræddur, treystandi á fylgi yðar —, að ég sæki
um þingmensku undir merkjum stjórnarinnar (Rödd frammi í
salnum: Niður með stjórninal). Alt frá þeim tíma, er ég fór fyrst
að taka þátt í stjórnmálum þessa lands, hefi ég eftir mætti stutt
þann flokk, og því einnig stjórnina í Ottawa. (Fari hún til fjand-
ans!). Og allan þann tíma, sem ég hefi dvalið meðal yðar, hefi
ég leitast við að kynna mig sem heiðvirðan mann innan um heið-
virt fólk. (Heyr! heyr!). Þess vegna dirfist ég nú að bjóðast til
að vera fulltrúi yðar á sambandsþinginu. Þess vegna dirfist ég að
standa hér frammi fyrir yður í dag, og æskja atkvæða yðar.«
Nú gall við rödd frammi í húsinu: »Legðu frá þér hattinn,«
en Johnson skeytti því ekkert og hélt áfram.
»Hvað snertir málefni þau, er ég hefi hugsað mér að fylgja
fram, ef ég verð kosinn þingmaður, þá ska) ég geta þess, að ég
mun stuðla að því eftir megni, að stjórnin leggi fram fé til opin-
berra starfa hér í Halífax, svo sem til að umbæta skotvirki bæjar-
ins og höfnina (Heyrl), sem fyrir löngu hefði átt að vera búið.
En það er ekki stjórninni að kenna, þó það alt til þessa hafi farist
fyrir. Henni hefir verið fullljóst, hvað hér þyrfti að gera, en hún
hefir haft í mörg horn að líta. Nú er vissa fengin fyrir þvi, að
verkið verði unnið, því verkfræðingar stjórnarinnar hafa verið hér
til þess að gera áætlun um kostnaðinn.«
»Það sannar ekkert,« hrópaði einhver, »þeir hafa gert það
fyrir hverjar kosningar.«
»Svo vil ég með nokkrum orðum minnast á tollmálið,« sagði
Johnson og leit ofan í hattinn, »því það er annað stórmál---------«
»Hann les upp úr hattinum,« æptu nú margir frammi í sal-
num; og áður en hann gæti áttað sig, flugu jarðepli, tóbaksplötur
og annað góðgæti eins og drífa í kringum hann. Hann hörfaði
aftar á sviðið til að hlífa sér og hélt á hattinum.
»Gætið fundarskapa!« hrópaði forsetinn og stóð upp. »Hæfið