Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 29
i49
Trúarofsi.
(Eftir prófessor R. B. Anderson.)
Alla þá stund, er þjóðirnar hafa bygt jörðina, hefir menn greint á
í trúarefnum. Og hvernig geta menn búist við öðru? Löndin, sem þeir
hafa búið i, himinhvelfingin, sem þeir hafa rent augum sinum upp í,
lög þeirra, siðir, félagsskipun, venjur, tunga og þekking — alt þetta hefir
verið svo afarólikt, að það væri hreint og beint heimskulegt, að ætlast
til einingar og samræmis i þvi, hvernig þeir hefðu farið að því, að
finna guð, hugsað sér hann og dýrkað. Já, og þar með er ekki alt
upp talið. Jafnvel á rneðal kristinna manna, og ef vér gáum vel að,
jafnvel meðal þeirra, sem játa hina sömu trú og eru safnaðarlimir einnar
og sörnu kirkju, sjáum vér, að enginn einstaklingur hefir alveg sömu
trú og annar i öllum greinum. Þeir kunna að nota sömu bænirnar,
læra og undirskrifa sömu trúarjátning, hlusta á sama prédikarann og taka
þátt í sömu guðsþjónustunni, — en samt mun þó jafnan vera nokkur
munur á bæn þeirra, trú og tilbeiðslu. Tveir menn eru aldrei alveg
eins i öllu, og sérhver mun því leggja þá þýðingu i þau orð, er hann
heyrir, og þá helgisiði, er hann tekur þátt í, er bezt samsvarar dýpt og
breidd hugar hans og hjarta, — er samsvarar þvi, hve mikla og hvers
konar þekking og reynslu hann hefir aflað sér, er bezt á við lyndisfar
hans og persónulega einkahyggju. Og það er jafnvel ekki búið með
það. Trúarskoðun sérhvers manns breytist með aldrinum, eftir þvi sem
þekking hans og reynsla eykst, svo að trú æskumannsins er ekki hin
sama og barnsins, og hinn silfurhærði öldungur nálgast heldur ekki alt-
arið með alveg sömu trú, eins og þegar hann kraup þar í æsku. Pví
það eru ekki orðin og helgisiðirnir, er mynda kjarna og grundvöll trúar
vorrar, heldur þær hugsanir og tilfinningar, er verða samfara þessum
ytri jartegnum. t’að er ekki kverið, sem við lærðum i skólanum, er
trú vor byggist á, heldur þær hugmyndir, sem það hefir skapað í sálum
vorum, og þær geðshræringar, sem það hefir vakið i hjörtum vorum.
Ef þeir, sem prédika kristindóminn, tækju meira tillit til þessa sann-
leika, en þeir að öllum jafnaði virðast gera, þá mundu þeir tala með
meiri mannúð og minni viðbjóð og fyrirlitningu um þá menn, sem hafa
aðrar trúarskoðanir en þeir sjálfir. Peir mundu þá játa, að í trúarskoð-
unum annara geti verið fólginn hinn sami sambandsliður rnilli guðs og
manna fyrir þá, eins og þeirra eigin trú er fyrir sjálfa þá. Peir mundu
þá ekki hata Gyðinginn fyrir það, þó hann að boði Mósesar framflytji
bænir sínar i samkundunni fyrir guð feðra sinna; þeir mundu þá heldur
ekki fyrirlíta heiðingjann fyrir það, þó að hann, sökum skorts á betri