Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 73
193
»Ef þér álítið að rangindum sé beitt við yður,« sagði Grímur,
»þá er yður innan handar að kæra þegar kosningar eru afstaðnar.«
»Sjálfsagt. Ég þarf ekki að fá leyfi yðar til þess.«
Grímur svaraði ekki, en var öllu varkárari það sem eftir var
dagsins. Kom nú sá tími, að loka skyldi kjörstað. Atkvæðin voru
talin og hafði Johnson tuttugu fram yfir Moore. Það þótti honum
lítið og þóttist vita, að margir hefðu svikið sig. Hann ásetti sér
að biða, unz bráðabirgðaskirteini væri komið frá hinum öðrum
kjörstöðum i borginni.
Urslitin urðu þau, að hann náði kosningu með hundrað sex-
tíu og fimm atkvæðum fram yfir Mr. Moore.
Þegar úrslitin urðu kunn úti á strætinu, var eins og allir ætl-
uðu að ganga af göflunum. Hvert húrraópið kvað við á fætur
öðru, og innan um heyrðist bölv og formælingar. Menn hrópuðu
hvað eftir annað á Johnson, að hann skyldi sýna sig. Hann gekk
fram i dyrnar, og nokkrir efldir menn, sem stóðu þar, hófu hann
á loft, og báru hann syngjandi á öxlum sér yfir á Atlantic-hótelið
og settu hann upp á veitingaborðið. Þar var mannsöfnuður fyrir,
og þar varð hann að halda ræðu á ný, og að því búnu var botn-
inn sleginn úr fullri tunnu og tekið til óspiltra málanna.
Klukkan var farin að ganga tólf um nóttina, þegar Johnson
loks gat losað sig þaðan. Þá gekk hann út, en var aðeins kom-
inn út á strætið, þegar maður gekk að honum, lagði höndina á
öxl hans og sagði: »Mr. Johnson, lofið mér að tala við yður.«
IX.
Johnson leit upp og sá, að frammi fyrir honum stóð aldraður
maður, hár vexti og tiguglega búinn, að því er sjá mátti. Hann
var í loðkápu úr oturskinnum, sem nær því huldi hann allan.
Húfu hafði hann úr sama efni. Skegg hafði hann á höku og
vöngum, grátt af hærum, en annars var andlit hans ekki ellilegt.
Hann leit alt í kringum sig, lagði varirnar þétt saman, og sýndist
Johnson, neðri vörin falla yfir þá efri. Þegar hann sá, að þeir
voru tveir einir, sagði hann svo lágt, að aðeins heyrðist:
»Ég þarf að ræða áríðandi málefni við yður. Leyfið mér að
geta þess, að ég heiti Agúst, og er einn af forstöðumönnum Kan-
ada og Bandaríkja járnbrautarinnar. Ég kom hingað til bæjarins
í dag, og heyrði áðan, að þér væruð kjörinn þingmaður, og því