Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 64
184
hattinn,« æptu menn frammi í húsinu. í sömu svipan kom stórt
jarðepli sem kólfur flygi og sló hattinn úr hendi Johnsons. Hann
datt á gólfið og blöðin fuku um alt sviðið.
Stefnuleysingjar ráku upp skellihlátur. Johnson reiddist og
gekk aftur fram á pallinn og byrjaði í ákafa að tala blaðalaust.
Þegar hann hafði skamma stund talað, heyrðist skarkali mikill úti
á strætinu. Hurðinni var hranalega hrundið upp, og inn kom
hópur af skólapiltum og sópaði mjög að þeim. Þeir höfðu allir
þríhyrndar húfur á höfðum, og voru í gráum kápum, sem þeir
höfðu varpað yfir herðar sér. Þeim veitti erfitt að ná sætum og
bárust um salinn, og námu loks staðar andspænis saumaklúbbnum.
Fáni klúbbsins reis upp við vegginn, eins og áður er á vikið, og
blasti því við skólapiltunum. Leið ekki á löngu, áður einn þeirra
fór að aðgæta hann. Hann las yfirskriftina og hvíslaði glottandi
einhverju að sessunaut sínum, sem einnig fór að lesa á fánann og
hvíslaði einhverju að þeim, er næstur sat og svo koll af kolli.
E*að leyndi sér ekki, að þeim fanst mikið til um fánann, því þeir
gláptu stöðugt á hann.
Frúin veitti þessu eftirtekt og varð eldrauð í framan. Henni
fanst, að hljóðskraf og hlátur skólapiltanna hlyti að standa í ein-
hverju sambandi við sig, en gat ekki gert sér grein fyrir, hvernig
það gæti verið. En því var þannig varið: Hún hafði, eins og fyr
var á vikið, farið til Gríms, og skýrt honum frá, að þær ætluðu
að ganga með fána um strætin í virðingar skyni við Johnson, og
og beðið hann að finna handa þeim latneskt orðtak, til þess að
sauma á hann. Grímur gerði það bæði fljótt og vel. Hann hafði
líka setið þrjú ár við latínunám og var ekki blár innan. Hann
gaf þeim orðtakið: In lioc signo vinces (0: undir þessu merki skaltu
sigra), en í ógáti breytti hann orðinu hoc i enska orðið hog (svín)
og varð því mottóið á fánanum þannig: In hog signo vinces (undir
svínsmerki skaltu sigra).
Þessi keskni skólapiltanna ágerðist svo, að prestskonan gat
ekki þolað slíkt lengur. Hún stóð upp, og hét á félagssystur sínar
að ganga af fundi, og þola ekki lengur spott og aðhlátur þríhyrndu
dónanna, sem sætu andspænis þeim. Þeir heyrðu orð hennar og
var heldur en ekki dillað. En þær rigsuðu allar út í einni halaróu
með bræðisvip miklum og komu ekki aftur; en fáninn með orð-
takinu smekklega stóð þar eftir sem þegjandi vottur um latinu-
lærdóm Grims.