Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 114

Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 114
234 nema pappír og prentun. Tilfærir hann margt, er sýni gagnrýnisleysi útgefandans og miður heppilega meðferð á efninu. EDDUKV'ÆÐIN í AMERÍKU. Það hefir hingað til ekki borið mikið á því, að Eddufræðin væru stunduð í Ameríku. En nú virðast menn vera famir að gefa þeim meiri gaum þar eins og annarsstaðar. Þannig kom út árið, sem leið (1898) í Minneapolis doktorsdispútazía um Loddfáfnismál eftir Victor Nilsson (•Loddfáfnismál, an Eddic Study«). Álítur höf. að Loddfáfnir sé Sigurður Fáfnis- bani, og sá, er tal á við hann, Grípir, en ekki Oðinn, og tilfærir ýmislegt þessu til sönnunar. Um þetta rit hefir próf. Finnur Jónsson ritað í »Nord. Tidsskr. f. Filologi« og þykir höf. ekki hafa sannað mál sitt, enda finnur ritinu ýmislegt fleira til foráttu, þótt varla megi stórvægilegt kalla. UM SPJALDVEFNAÐINN, sögu hans og útbreiðslu, hefir froken M. Leh- mann-Filkés enn ritað fróðlega og skemtilega ritgerð í »Zeitschr. d.Ver. f.Volksk.« 1899, og er hún prýdd mörgum myndum til skýringar. Meðal annars er þar mynd af íslenzkri konu, sem er að vefa í spjöldum (gerð eftir teikning frá Brynj- úlfi Jónssyni frá Minnanúpi), og mynd af 3 spjaldofnum böndum frá íslandi, einu frá Jótlandi og 3 frá Tiflis. — í sama tímariti hefir hún og birt ýmsar íslenzkar hjátrúarkreddur, sem mestmegnis eru teknar eftir »Huld« VI. NORRÆNAR OG GRÍSKAR BÓKMENTIR. í ritgerð í danska tímarit- inu »Tilskueren« (marz 1899) ritar prófessor M. Cl. Gertz l svari sínu á móti prófessor Hejberg, sem álítur grískukensluna ómissandi í skólanum, af því grískar bókmentir hafi meira mentunargildi en alt annað, meðal annars á þessa leið: »En þó ég eigi á hættu, að þú látir þína grísku bannfæringarþrumu ríða yfir mig, get ég þó ekki bundist þess að játa, að þegar ég á stúdentsárum mínum var að lesa Helgakviðurnar í Sæmundareddu hjá Svend Grundtvig, þá fengu þessi kvæði, orðalag þeirra, andi og hugsanir meira á mig, en nokkurt kvæði hjá Hómer nokkru sinni hefir gert (ekki sízt á skólaárunum). Heródót get ég veitt nokkurn- veginn sama lofið sem Hómer, þó ég engan veginn meti hann jafnmikils, enda held ég að trúarsetningin um óviðjafnanlegleik hans hafi ekki náð jafn almennri viðurkenning. En ég verð enn hér að játa, að á skólaárum mínum hafði ég jafnmikið eða öllu heldur meira yndi af þeim sögum vorum (0: íslenzku sög- unum), er ég las á frummálinu eða (öllu frekar) í þýðingu, en af Heródót.« — Þetta er vitnisburður manns, sem allra manna bezt þekkir bókmentir Grikkja og hefir öll skilvrði til að meta þær og njóta þeirra, um hina beztu höfunda þeirra í samanburði við íslenzk eða norræn rit. Hví skyldum vér nú eiga að vera seilast suður til Grikklands, er vér eigum heima fyrir jafnágæta andlega fjársjóðu og Grikkir? — Ekki sízt þar sem vér eigum greiðan aðgang að fjársjóðum vor- um, en að íjársjóðum Grikkja eru svo miklar torfærur, að fæstir komast nokkurn tíma að þeim, heldur sjá að eins hilla undir þá í fjarska í gegnum eins konar gjörningaþoku, sem þeir eru sí og æ að svingla í hálfviltir og ringlaðir. VERZLUN ÍSLANDS SÍÐASTA ALDARFJÓRÐUNGINN heitir mjög fróðleg ritgerð, sem cand. juris & polit. Jon Krabbe, aðstoðarmaður í ráðaneytinu fyrir ísland, hefir skrifað ( »Nordisk Tidsskrift* 1899 (bls. 96—116). Er hún einskonar afmælisgjöf, því hún er ritað í tilefni af því, að nú eru liðin 25 ár síðan vér fengum stjórnarskrá, og vill höfundurinn rannsaka, hvort landið hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.