Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Side 32

Eimreiðin - 01.07.1899, Side 32
152 ríkin; þar er land frjósamt mjög, og fjölmenni mikið; hafa lands- búar sér það helzt til skemtana að velta sér í hrúgum af hveiti- korni, eða ausa því yfir höfuð sér, líkt og draugar á Islandi gerðu áður við peninga sína. Fyrir norðan Kanada tekur við íshafið, þar fellur stórfljótið Mackenzie til sjávar; þar búa hvitabirnir og Eskimóar. Mackenzie-fljótið er hið mesta vatnsfall i Kanada, hart- nær tvö þúsund mílur á lengd. Að austan ræður Atlanzhaf; þar á ströndinni er land hrjóstrugt. Þar veiðist þorskur og ýsa og annað góðgæti. Að vestan ræður Kyrrahaf; þar veiðist selur og lax. Þar á ströndinni er fjöllótt land og litt bygt. Þar liggur íyrir landi eyjan Vancouver, og kemur hún siðar við sögu þessa. Hún er nær þrjú hundruð mílur á lengd, og lítt bygð. Þar er borg sú er Viktoria heitir. Milli lands og eyjar liggur flói sá, er Georgiuflói heitir; er hann allbreiður syðst, en mjókkar eftir því sem norðar dregur, og er þar alt krökt af eyjum, og gott til veiði- fanga. Kanada hefir löggjafarþing, sem skiftist í tvær deildir, efri og neðri. Þingmenn í neðri deild eru kosnir til fjögra ára, og bera ábyrgð gagnvart alþýðu að því leyti, að hún getur hrundið þeim úr sessi við lok hvers kjörtimabils, ef þeir reynast illa. En þing- menn í efri deild leika lausum hala og mega að ósekju fremja alla klæki, því þeir halda stöðu sinni æfilangt. Tveir öflugir stjórn- málaflokkar eru i rikinu, og nefnast þeir á góðri íslenzku aftur- haldsmenn og stefnuleysingjar. Þing kemur saman einu sinni á ári i borg þeirri, er Ottawa heitir. Hún stendur á bakka Ottawa-fljótsins í Ontaríó-fylki. Þar er og aðsetur Kanadastjórnar, og þar situr landstjórinn með hyski sínu. Aður var sambandsþing haldið í borg þeirri, er Torontó heitir, en var svo flutt til Ottawa, því bjór var þar ódýrari en í Torontó. Eru Kanada-þingmenn ræðugarpar miklir og drekka fast. Fólk það, sem byggir Kanada, er ekki aðeins sambland af flestum Norðurálfuþjóðum, heldur og af villimönnum þeim, er hér áttu óðöl sín áður en hvítir menn stigu fótum.á land. Alítum vér skyldu vora að geta þess, að þeir eru til að sjá sem aðrir menn; hafa hvorki horn eða klaufir, og eyrun eru ekki lengri en eyru eru vanalega á vissri dýrategund. Hér má sjá meyjar »dökkar á brún og brá«, sem ríða i loftinu á fjörugum fákum og skjóta örvum af boga; og hér getur að líta meyjar, sem klæðast stutt' buxum og reykja vindla, og þeysast áfram á reiðhjólum svo hart,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.