Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 52
172 afturhaldsmönnum í borginni, skoðað skotvirkin i krók og kring, fundið að þeim var stórkostlega ábótavant, og nákvæmlega reiknað út, hvað mikið fé stjórnin þyrfti fram að leggja. Það var feikna mikil upphæð. En það var enginn vafi á því, að hún gerði það, því Halífaxbúar voru hennar óskabörn og eftirlæti. Ef þeir nú aðeins stæðu öruggir með henni gegnum kosningarimmuna, þá var engin vafi á því, að stórkostlegar umbætur yrða gerðar í borg- inni á næsta kjörtímabili. Þannig prédikuðu verkfræðingarnir, blað afturhaldsflokksins, Mr. Johnson sjálfur, og allir vildarmenn hans. Aftur sögðu stefnuleysingjar, að engu orði væri trúandi, sem stjórnin eða hennar menn segðu; að öll þeirra loforð hefðu reynst svik, og stjórnin notaði skotvirkjamálið sem skálkaskjól, því þetta væri i fjórða sinn að gerð væri áætlun um kostnaðinn við verkið; lengra hefði það aldrei komist, og mundi ekki komast, þó aftur- haldsflokkurinn sæti að völdum til eilífðar. Nei, það væri skylda allra, sem ekki vildu heita förðurlandssvikarar, að styðja að falli stjórnar þeirrar, sem væri landi og lýð til smánar, og það gætu þeir bezt á þann hátt, að hrinda Johnson á kjördegi svo djúpt, að hann næði sér aldrei aftur. Maður hét Grímur, sonur Gríms búrkjamma, sonar séra Einars smérbelgs. Hann hafði flutt vestur um haf fyrir tveim árurn, og var nú búðarmaður og bókhaldari hjájohnson. Heldur þótti hann ódæll og pöróttur í æsku, og réðu foreldrar hans það af, að láta hann »sigla« og stunda nám og forframast erlendis. En námið lenti í handaskolum, og er hann hafði verið við skólann í þrjú ár, sá hann sinn kost beztan að fara þaðan snögglega, vestur um haf. Kom hann vestur að áliðnu sumri, og var þá útlærður lögfræð- ingur. Ekki skildi hann hérlenda tungu. Dvaldi hann í Halifax vetur hinn næsta, og hafðist ekki að. Þávarjohnson fyrir nokkru byrjaður að verzla, og var í uppgangi miklum. Grímur biður hann ásjár, og lofar að þjóna honum vel og dyggilega. Johnson vissi, að Grímur var lærður, og áleit, að hann gæti orðið gott verkfæri i hendi sinni, og afréð því að taka hann i þjónustu sína. Svo var það einn dag þegar kosningarimman stóð sem hæst, og blöðin rifust á hverjum degi, og kjósendurnir rifust hvar sem þeir hittust, og undirtyllur kandídatanna voru á þönum fram og aftur um bæinn, að Grímur sat hjá Johnson inni á skrifstofu hans. Fyrir framan þá var stórt borð, og á því voru haugar af dag- blöðum, bæklingum og úrklippum úr.stjórnmálablöðum afturhalds-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.