Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 42
hann tilheyrir. Og nti tilheyri ég yðar flokk. — Hvað landa mína
snertir, þá skal ég sjá um þá. Ég má þá treysta á meðmæli yðar?«
»Já, með þessu skilyrði. Vér skulum sjá um, að þér fáið átta
hundruð dollara úr kosningasjóðnum.«
Johnson hnyklaði býrnar; hann hafði búist við meiru. En
samt þakkaði hann þeim hjartanlega fyrir og kvaðst nú vilja fara,
því hver stundin væri dýrmæt.
Þeir stóðu upp og kvöddust vingjarnlega, og Johnson fann, að
hann var nú skuldbundinn til að fylgja þeim í réttu og röngu.
En hann fékst ekki um það, úr því eitthvað var í aðra hönd.
IV.
Frú Lovísa Sigríður Kristjánsson, eiginkona Arna prests Kristj-
ánssonar, var alein í stofunni í húsi sínu í Halífax klukkan þrjú
siðdegis, þrem dögum eftir að Johnson heimsótti ráðherrana. Séra
Kristjánsson, maðurinn hennar, var ekki heima þá stundina, því
hann hafði gengið eitthvað frá í þarfir safnaðarins. Frúin var
önnum kafin við sama starfa og Njáll forðum, þegar farandkon-
urnar heimsóttu hann; hún var að stritast við að sitja. Hún var
sómakona, frúin, eins og gefur að skilja, og nú var hún að hvílast
að loknu erfiði dagsins. Meðlimir »Saumaklúbbsins« þar í borg-
inni, sem voru hinar mentuðustu og gáfuðustu konur í þjóðflokki
hennar, höfðu þá um daginn haldið fund, og setið á fundi fulla
þrjá tíma. Þess má geta, að klúbbur þessi hafði myndast fyrir
dugnað og ötulleik frúarinnar, og hún hafði verið forseti hans frá
upphafi, og staðið vel í stöðu sinni. A þeim fundi, sem haldinn
var þá um daginn, hafði verið samþykt eftir langar umræður, að
eftirleiðis skyldu meðlimir klúbbsins þvo þvott sinn á þriðjudögum,
en ekki á mánudögum, eins og áður. Onnur málefni lágu ekki
fyrir til umræðu, og eftir að þær höfðu drukkið kaffi, sagði frúin
fundi slitið, og tiltók hvenær næsti fundur skyldi haldinn. Síðan
kystu þær hver aðra og fóru heim til sín, og frúin var ein eftir.
Hún var þreytt, eins og gefur að skilja, og hvíldi sig í hæginda-
stól sínum, og leit yfir verk sín á fundinum, og sá að þau voru
öll harla góð. Hún hafði tekið mikinn þátt í umræðum, og það
var henni að þakka, að málið hafði framgang. Það lék ánægju-
bros um varir hennar þegar hún mintist þess, hversu þær höfðu
litið til hennar með virðingu og auðmýkt, þegar hún byrjaði að