Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 42

Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 42
hann tilheyrir. Og nti tilheyri ég yðar flokk. — Hvað landa mína snertir, þá skal ég sjá um þá. Ég má þá treysta á meðmæli yðar?« »Já, með þessu skilyrði. Vér skulum sjá um, að þér fáið átta hundruð dollara úr kosningasjóðnum.« Johnson hnyklaði býrnar; hann hafði búist við meiru. En samt þakkaði hann þeim hjartanlega fyrir og kvaðst nú vilja fara, því hver stundin væri dýrmæt. Þeir stóðu upp og kvöddust vingjarnlega, og Johnson fann, að hann var nú skuldbundinn til að fylgja þeim í réttu og röngu. En hann fékst ekki um það, úr því eitthvað var í aðra hönd. IV. Frú Lovísa Sigríður Kristjánsson, eiginkona Arna prests Kristj- ánssonar, var alein í stofunni í húsi sínu í Halífax klukkan þrjú siðdegis, þrem dögum eftir að Johnson heimsótti ráðherrana. Séra Kristjánsson, maðurinn hennar, var ekki heima þá stundina, því hann hafði gengið eitthvað frá í þarfir safnaðarins. Frúin var önnum kafin við sama starfa og Njáll forðum, þegar farandkon- urnar heimsóttu hann; hún var að stritast við að sitja. Hún var sómakona, frúin, eins og gefur að skilja, og nú var hún að hvílast að loknu erfiði dagsins. Meðlimir »Saumaklúbbsins« þar í borg- inni, sem voru hinar mentuðustu og gáfuðustu konur í þjóðflokki hennar, höfðu þá um daginn haldið fund, og setið á fundi fulla þrjá tíma. Þess má geta, að klúbbur þessi hafði myndast fyrir dugnað og ötulleik frúarinnar, og hún hafði verið forseti hans frá upphafi, og staðið vel í stöðu sinni. A þeim fundi, sem haldinn var þá um daginn, hafði verið samþykt eftir langar umræður, að eftirleiðis skyldu meðlimir klúbbsins þvo þvott sinn á þriðjudögum, en ekki á mánudögum, eins og áður. Onnur málefni lágu ekki fyrir til umræðu, og eftir að þær höfðu drukkið kaffi, sagði frúin fundi slitið, og tiltók hvenær næsti fundur skyldi haldinn. Síðan kystu þær hver aðra og fóru heim til sín, og frúin var ein eftir. Hún var þreytt, eins og gefur að skilja, og hvíldi sig í hæginda- stól sínum, og leit yfir verk sín á fundinum, og sá að þau voru öll harla góð. Hún hafði tekið mikinn þátt í umræðum, og það var henni að þakka, að málið hafði framgang. Það lék ánægju- bros um varir hennar þegar hún mintist þess, hversu þær höfðu litið til hennar með virðingu og auðmýkt, þegar hún byrjaði að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.