Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 92

Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 92
212 annað í austur, en hitt í vestur. Þau gjörðu þrjár atrennur, en altaf slitnaði síminn, stundum á mararbotni, en stundum á borð- stokknum. Þá gáfust skipverjar upp og héldu til írlands. Mánuði seinna lögðu þeir enn af stað, og í þetta sinn gekk alt stórslysa- lítið; síminn var lagður og 5. ág. 1858 voru fyrstu skeytin send milli heimsálfanna. En sá fögnuður stóð ekki lengi, því mánuði seinna var siminn bilaður og það einhversstaðar úti í miðju At- lanzhafi. Nú fór mönnum að lítast illa á blikuna, sem von var, því auðvitað hafði stórfé gengið til allra þessara tilrauna, en ekki út- lit fyrir að neitt fengist í aðra hönd; þó voru enn einstöku menn, sem höfðu trú á fyrirtækinu, en ekki tókst þeim að hafa saman fé það, er þurfti, fyr en árið 1865. Þá var gjörður nýr sími, talsvert sterkari en hinir fyrri höfðu verið, einkum endarnir, sem áttu að liggja næstir löndum; allur vélaútbúnaður hafði og verið endurbættur stórum, og nú var Austri hinn mikli fenginn til þess að leggja símann. Hann lagði af stað i júlímán. 1865, og leit í fyrstu út fyrir að alt ætlaði að ganga vel; en næsta dag fundu menn að síminn var bilaður, svo að ekki var hægt að senda skeyti milli lands og skips, en þó var hann ekki alveg slitinn; sneri Austri þá til baka og dró inn það af símanum, sem komið var í sæ, unz menn fundu hvar hann var bilaður; var þá gjört við það og svo haldið áfram; en 5 dögum seinna vildi sama sfysið til; síminn var bilaður og var auðséð, að hann hafði verið skemdur af manna höndum og með ásettu ráði; enn var gjört við símann og svo haldið af stað á ný; þá bilaði hann í þriðja sinn, og þegar átti að fara að innbyrða hann, slitnaði hann og endinn sökk til botns á 2000 faðma dýpi; þá var ekki eftir nema þriðjungur leið- arinnar og má því nærri geta að mönnum sárnaði. Það var reynt að krækja símann upp aftur og eftir langa leit fundu menn sím- ann; en þegar farið var að draga inn, biluðu festarnar og varð Austri frá að hverfa, er hann hafði verið 4 daga í þessum snún- ingum; hann hélt til Irlands og þóttust menn þá hafa heimt hann úr helju, þvi að ekki hafði spurst til hans í langan tíma. Næsta ár hélt Austri enn af stað með nýjan síma; voru nú valdir menn til fararinnar og allir látnir vinna þess dýran eið, að vinna fyrirtækinu ekkert tjón, en yrði einhver sannur að slíkri óhæfu, skyldi hann engu fyrir týna nema lífinu. Nú gekk alt slysalaust að lokum og var símalagningunni lokið 27. júlí 1866.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.