Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 110
230
Stöku sinnum bregður fyrir laglegum hugmyndafe/HÍ«>« hjá hö£ — en varla
nema pörtum. Hugmyndirnar sjást sjaldan fæðast eða þroskast; þær koma ekki
né fara, heldur er því líkast, sem þær séu limaðar sundur — sýningin hverfur
hálfséð. Höf. er mjög títt að skifta setningum í miðjum ljóðlínum, og er það
næsta ilt, að neyðast til að þagna í miðri hendingu. Kvæði, sem eru þannig
ort, verða varla lesin sæmilega, og alls ekki, ef hendingarnar eru stuttar. —
Bjarni yrkir oft undir fomyrðalagi, en aldrei vel. Sá háttur er fallegur, ef hann
er vel kveðinn; en þá verður að vera tilbreyting í honum. Skáldið má ekki
lippa hann á seina gangi, heldur verður það að »skifta um« — hafa sum sporin
(hendingarnar) lengri en sum. Fallegan fornyrðahátt má læra af Eddukviðunum,
Andvöku Bólu-Hjálmars og ýmsum kvæðum eftir Matthías og Bjarna Thór-
arensen.
Laglegasta kvæðið í bókinni mun vera á bls. 125. Á bls. 123 er mjög
fallegt vísuorð: »og lof um þig er altaf satt«, segir höf. urn ástmey sína. Þeir,
sem þekkja aðra tilfinningu en þá, sem er þrdöbein undirrót ómegðarinnar, munu
kannast við sannleika og fegurð þessara látlausu orða. En því er ver, að slík
bláber eru of fá, syrgilega fá á borði höf. — Önnur vísan í kvæðinu »Á vetrar-
daginn fvrsta«, er falleg, auk smákorna hingað og þangað. En ef bókinni er
líkt við námu, þá verð ég að líkja henni við þá námu, sem hefir svo lítið gull
að geyma, að afraksturinn borgar engan veginn fyrirhöfnina við að vinna hana.
Það er ekki geðfelt verk, að sækja slíka skóggangssök, sem þessi er, á
hendur höfundi, sem fár eða enginn getur veitt lið, og sem þar að auki er per-
sónulega kunnur að góðu, heldur en hitt, þeim, er þetta ritar. En fleira verður
að gera en gott þykir. Það gengur ærið illa að selja góðar bækur hér á landi,
og þar sem höfundar þeirra geta ekki þrifist, virðist það vera rangt, að láta
höfund óátalinn, sem gefur út eða semur þrjár bækur (skáldrit), sem eru hver
annari ónýtari. Bjarni skoraði eittsinn á landa sína í Sunnanfara, að dæma allar
ónýtar bækur »óalandi og óferjandi«. Nú er röðin komin að honum, og er
það þó vonum seinna.
Það er ekki eins auðvelt, að verða skáld, eins og margur kann að ætla.
Fyrst og fremst þarf náttúrugáfan að vera til staðar, þekking á tungunni og til-
finning fyrir fegurð hennar, og ekki sízt lífsreynsla. Enginn yrkir góð sorgar-
kvæði, gleðisöngva, háðvísur eða ástargælur, nema hann þekki sorgina, gleðina,
hæðnina og ástina af eigin reynd. Skáldið verður að hafa ratað í æfintýri. Það
verður og að vera vandvirkt. Það má ekki skirrast við að leggja sig í bleyti;
það má ekki spara merg né blóð, ekki krympa sig, þótt þvi verði klaksárt f
heilanum við eftirleitun hugmynda og orða.
Það sést á sumum kvæðum Bjarna, að hann þekkir sumar þær tilfinningar,
sem að réttu lagi eru taldar einna sterkastar allra tilfinninga. En fyrst hann
yrkir samt ekki falleg kvæði, þá er það auðsætt, að honum er meinað bekkju-
neyti Braga. G. Fr.
ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENTIR ERLENDIS:
FORNNORSK OG FORNÍSLENZK BÓKMENTASAGA. í Eimr. II,.
151—3 var skýrt frá því, sem þá var út komið (I. b. og II. b. 1. h.) af þessu
mikla riti eftir prófessor Finn Jónsson. Síðan hafa komið út af henni tvö stór
hefti (II, 2 — 3) og er nú öðru bindinu lokið. Þessi hefti eru um sagnaritunina
á 12. og 13. öld. Er þar fyrst skýrt frá, hver skilyrði vóru fyrir hendi hjá ís-