Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 83
203
En áður en farið er frekar út í það mál, verðum vér að lita nokk-
uð á eiginleika og verkanir rafmagnsstraumsins.
Rafmagnsstraum má framleiða með ýmsu móti. Einna einfald-
ast er að nota svonefnd galvansker (sjá 2. mynd), sem eru mjög svo
óbrotin og handhæg að jafnaði, ef um litla strauma er að ræða.
Hvert galvansker er ekki annað en dálítil glerkrukka með þyntri
brennisteinssýru í, og standa i henni tvær plötur, önnur úr zinki,
en hin úr kopar (z og k á myndinni), og standa endarnir upp úr
kerinu; séu endarnir á tveimur plötum, sem báðar standa í sama
keri, festir saman með koparsíma eða járnsima, kemur þegar raf-
magnsstraumur í þennan síma; hann rennur frá koparplötunni,
eftir símanum og til zinkplötunnar, og gildir einu hvort síminn
er örstuttur eða margar mílur að lengd. En sé síminn slitinn
2. mynd.
sundur eða losaður frá annarihvorri plötunni, þá hættir allur
straumur þegar í stað.
Straumurinn rennur eftir koparsimanum, og er kallað að kop-
arinn leiði rafmagnið; slíkt hið sama gjöra og allir aðrir málmar,
vatn og flestir aðrir vökvar, jörðin og flestir rakir hlutir, t. d. lík-
ami mannsins. Aftur á móti eru aðrir hlutir, sem ekki leiða raf-
magnið, það er að segja straumurinn getur ekki runnið eftir þeim;
svo er t. d. um loftið (einkum sé það þurt), gler, ull, silki, gútta-
perka o. fl.; þó er ekki þar með sagt, að ekkert rafmagn geti verið
i þessum hlutum; t. d. er ávalt meira eða minna rafmagn í loft-
inu, og af þvi koma eldingarnar.
Vísindamennirnir hafa reynt mjög að grafast eftir því, hvað
rafmagnsstraumurinn eiginlega væri, en mönnum er það óljóst
enn sem komið er; svo mikið er þó víst, að það er ekkert efni
eða vökvi eða neitt þess háttar, sem streymir eftir vírnum, senni-
legast þykir að það séu hreyfingar á minstu ögnum símans (frum-
vægjum koparsins) er berast frá einum enda hans til annars, líkt