Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 22
142
mig núna, svo sterkan, veikan hug, sem ég ber nú til þín,
vina min.
Ef ég bæri nú óskasteininn i lófa mínum, skyldi ég gera mig
að engli — að varðhaldsengli þínum. Þá gæti ég verið hjá þér
hvern dag og hverja nótt, setið á rekkjustokki þínum og staðið
við höfðalag þitt, óhultur og ósýnilegur. Ég myndi ekki sakna
líkamans; því ást mín er ekki líkamleg.
Bráðum loka ég augunum og svefninn skefur lífstein í hol-
sárið, sem vakan megnar ekki að græða né taka úr verkinn.
Vera mín líður þá inn fvrir landamærin, inn i lognöldu hins
hulda hafs, sem liggur og bærist undir yfirborði hlutanna.
Ég get lokað augum minum og eyrum mér að skaðlausu.
Ég sé og heyri eins fyrir þvi. Vitund mín verður þá öll að einu
ógreindu skilviti.
*
Gott er að vera á leiði þínu, mamma. Ég þekki engan stað
jafngóðan, sem mér er heimilt að koma á — engan stað, sem
liggur jafn-nærri fyrirheitna landinu.
Það er ekki hátt. En þó er frá því það bezta útsýni, sem
ég hefi notið. Ég sé djarfa fyrir landinu sunnan og ofan við kirkj-
una. Ég sé bláma fyrir móðunni, sem engin járnbrú verður lögð
yfir, en sem þeir menn fá auðveldan flutning yfir, sem minsta
búslóð hafa í eftirdragi.
Mamma! Gott er að hafa leiðið þitt undir höfðinu. En
betra verður þó hitt:
að hafa höfuðið undir því.
fá getur ekki voriö orðið að hausti.
Lausaleiksbarnið.
(Eftir Carl Ewali, úr »Sulamiths Have«.)
Einu sinni var aðalsmaður, sem feldi ákafa ást til stúlku, er
hann gat þó ekki átt, af því hún var fátæk og af lágum stigum,
en hann sjálfur sökum æsku háður frændum sínum, sem með
engu móti vildu leyfa, að þessi ráð tækjust.