Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 102
222
komið upp í huga mínum, og þó ég hafi í hvert skifti svarað
henni játandi og reynt að útrýma öllum efa, þá hefur hann altaf
vaknað jafnharðan aftur. Það er þetta, sem gjörir mig órólega og
hrædda.«
»Hvernig getur þú efast um annað lif og trúað þó á upprisu
Krists?«
»Ég efast um hana líka.«
»Þá fer ég að skilja þig. Þú ert með öðrum orðum engu
trúaðri en ég. Munurinn á okkur er einungis sá, að ég hef
vitað um vantrú mína, en þú hefur haldið, að þú værir trúuð.
Þú getur huggað þig við það eitt, að þetta er ekki eins dæmi.
Það munu fleiri af »trúaða fólkinu« komast að líkri niðurstöðu
og þú, þegar þeir fara að hugsa alvarlega um hin ýmsu trúaratriði.«
»Ó, það er óttalegt, ég bið guð dag og nótt að styrkja mig
í trúnni.«
»Svo þú trúir því þó statt og stöðugt, að bænin hafi áhrif.«
»Já ég reyni af alefli að treysta því. Bili það traust, hvar
stend ég þá, ef ég missi þig. Þá verður missirinn mér óbæri-
legur.«
»Það ímynda ég mér líka, og þess vegna skaltu reyna að
biðja guð heitt og óaflátanlega; það veitir þér óefað styrk í raun-
um þínum, meðan trúin á bænheyrslu bilar ekki til fulls, og hún
bilar þá líka máske síður.«
»Það vona ég. Ég bið fyrir okkur öllum, bið að okkur megi
auðnast að sjást aftur.«
»Geturðu þá ekki treyst því, að þú verðir bænheyrð?«
»Jú, ég vona það; en óttinn og efinn eru altaf annars vegar.«
III.
Tveim dögum seinna stóð hún við hvílu hans 1 dálitlum far-
rýmisklefa á skipinu, sem átti að flytja hann utan. Hann var með
versta móti. Þau þögðu bæði. Skilnaðarkvíðinn hafði algjörlega
gagntekið þau og lamað.
»Þið sjáist aldrei framar« ómaði í sífellu fyrir eyrum hennar
og bergmálaði úr öllum áttum. Hún þóttist heyra það í hinum
hása skipslúðurþyt, sem gaf þeim til kynna, hve skilnaðarstundin
nálgaðist óðfluga. Henni fanst hún geta lesið það í andliti og
rómi kunningjanna, sem komu að kveðja hann — í síðasta sinni —