Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 26
146
Stúlkan var náföl og augu hennar tindruðu. Óðar en varði,
og án þess nokkur gæti spornað við þvi, setti hún sveininn á
miðja opnu bókarinnar.
»Lifandi barnið mitt ber ég fram gegn hinni dauðu vizku!«
sagði hún snjalt og hátt.
Dómaranum varð bilt við og hrökk aftur á bak, og allir, sem
vóru í salnum, hrópuðu upp yfir sig og stóðu upp til þess að
geta séð. Drenghnokkinn hló og skrikti og baðaði út öngunum.
Og þegar sem hæst stóð, sýndi hann, að hann var lifandi
og hraustur og góður fyrir sinn hatt, því hann hægði sér með
mestu ánægju á lögin, svo að engin tiltök vóru, að þau yrðu
brúkuð framar.
hýtt af
V. G.
Ekkjan við ána.
Hví skyldi ég ekki reyna að byrla Braga full
og bræða, steypa og móta hið dýra feðra gull,
ef heimasætan kynni að horfa á aðferð mína
og hlusta á stutta sögu um mömmu og ömmu sína.
* *
A bakkanum við ána hún bjó við lítil völd
og barðist þar við skortinn í næstum hálfa öld.
A hrífuskafti og prjónum var höndin krept og bogin
og hartnær þorrin brjóstin — af tíu munnum sogin.
Og meðan inn’ i sveitinni bústöðum var býtt
og býlin sneydd og aukin, af kappi um völdin strítt
hún undi sér við heiðina’ og elfarstrauminn bláa
en annars vegar hraunið — i kotinu sínu lága.
Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett
— af ánni nokkra faðma, og hraunið svart og grett.
Er grannarnir sig fluttu á hnöttinn hinum megin
’ún hristi bara kollinn og starði fram á veginn.
* *
*