Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 90

Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 90
210 mótstaða er því meiri, sem síminn er lengri. Á þessu mætti ráða bót að nokkru leyti með þvi að hafa símann úr kopar, þvi að mótstaða koparsins er miklu minni en járnsins; en koparinn er aftur miklu dýrari en járn. Þess vegna hafa menn búið til ýms tól, sem eru miklu næmari en tól Morses, og eru þau notuð þar sem um langa síma, t. d. sæsíma milli landa, er að ræða. Þegar er Morse hafði smíðað símatól sín, fóru menn að leggja ritsíma milli helztu borga í Vesturheimi, og leið ekki á löngu áður Norðurálfumenn fóru að dæmi þeirra. Símarnir voru fyrst venjulega grafnir í jörð niður, af því að menn hugðu þá óhult- asta þar fyrir öllum skemdum; en þá þurfti að gæta þess, að einangra allan símann rækilega, svo að straumurinn kæmist ekki úr honum út i jörðina og færi svo til ónýtis; þetta er mikið vandaverk og kostar ærið fé, enda hurfu menn brátt frá þeirri að- ferð, og nú eru landsimar jafnan festir á háar stengur eða staura. Símar eru venjulegast úr járni; til þess að það ryðgi ekki, er það oftast galvaníserað, það er að segja símanum er dýft niður í bráðið zink og við það sezt húð af zinki utan á hann allan, en zink ryðgar svo að segja ekki. Ekki tjáir að festa simann á sjálfa staurana, þvi að í hellirigningum streymir jafnan samfeldur vatns- straumur niður eftir hverjum staur, og gæti þá hæglega svo farið, að rafmagnsstraumurinn færi út úr símanum og niður til jarðar með regnvatninu; til þess að koma í veg fyrir þetta, er á hverjum staur dálitil klukka eða skál á hvolfi úr postulíni og gengur sím- inn gegnum auga á henni ofanverðri, en regnið drýpur niður af börmunum; þá getur vatnsstraumurinn aldrei orðið samfeldur og rafmagnið kemst því ekki út úr simanum. Eftir að hinir fyrstu landsimar voru lagðir, fóru menn að hugsa til að leggja sima í sjó milli landa. Árið 1844 fór Morse fram á það við stjórn Bandaríkjanna, að sími yrði lagður yfir Atlanzhaf milli Norðurálfu og Vesturheims, en þó varð ekkert úr því að sinni, enda þótti flestum þetta vera óðs manns æði. Bræður tveir, Brett að nafni, fóru hins sama á leit við Englandsstjórn, en hún vildi ekki heldur sinna málinu; menn héldu að rafmagnsstraumur- inn gæti með engu móti komist alla leið eftir svo löngum síma. En nokkru seinna fengu þeir leyfi til þess að leggja síma yfir Ermarsund milli Englands og Frakklands, þar sem það er mjóst. Símalagningunni var lokið einn góðan veðurdag árið 1850 og um kveldið voru fyrstu skeytin send yfir sundið; gekk það að vísu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.