Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 103

Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 103
223 þó þeir segðu hið gagnstæða; en glöggast þóttist hún sjá það á hinu náföla andliti hans og hinu sárþjáða augnaráði. í þriðja sinni gall skipslúðurinn: »Þið sjáist aldrei framar«.— Stundin var komin, samverunni var lokið i bráð, og þegar hún þrýsti siðasta kossinum á hinar bleiku, blóðlausu varir hans, var sem eitthvað brysti í henni, hún gat ekki gjört sér ljóst, hvernig því var varið. — Það var kallað á hana. — Hún neytti allrar þeirrar orku, sem hún átti til, og dró sig hægt úr faðminum sín- um. — Hann fylgdi henni eftir með höndunum, eins lengi og hann gat. í klefadyrunum leit hún við og horfði á hann augna- blik, sendi honum síðustu kveðjuna með angurblíðu brosi. Svo lokaðist hurðin á eftir henni marrandi: »Þið sjáist aldrei framar«. IV. »Hérna kom maður með bréf til þin mamma,« sagði litli drengurinn og kom hlaupandi inn til hennar, »það er svo skrítið, það er svart á röðunum og svartur kross öðrum megin á því, ég hef aldrei séð svona bréf fyrri.« Hún náfölnaði og hneig niður á stól, sem hjá henni stóð. Drengurinn rétti henni bréfið, hún leit utan á það og lagði það svo frá sér á borðið; hún var eins og utan við sig. »Ætlarðu ekki að opna bréfið, mamma?« spurði litli drengur- inn og gekk að hnjánum á henni, »kanske það sé frá honum babba; þú sagðir i morgun, að það kæmi máske bréf frá honum i dag.« Hún gat engu orði komið upp, en greip bréfið aftur og opn- aði það eins og í leiðslu. Hún leit fijótlega á byrjunina. ». . . . færa þér þá sorgarfregn, að . . . .« Meira þurfti hún ekki að lesa; hin voðalega vissa var fengin fyrir því, sem hana hafði grunað, og skelfingarstundin, sem hún hafði óttast svo lengi, var komin. »Eru þá ailar bænir mínar til einkis,« sagði hún í harmþrungn- um örvæntingarróm, og hún flóði í tárum. »Er það ekki frá honum babba?« spurði sveinninn og starði undrandi á mömmu sína. »Nei, elsku barnið mitt,« svaraði hún eftir dálitla stund, þvi hún tók nærri sér að s'vara. »Við fáum aldrei bréf frá honum framar,« bætti hún við nokkru seinna með titrandi róm og í hálf- um hljóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.