Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 54
174 »Alveg rétt!« »Svo er þessi bannsetti fundur á morgun. Þeir vilja halda fund í leikhúsinu, og láta okkur Mr. Moore halda ræður. Mér er nú ekkert um það, en það verður þó svo að vera.« »Kaupið þér götustráka til að ólmast og gera skarkala, þegar Mr. Moore fer að tala. Það kostar yður ekki nema fáeina dollara í púðurkerlingum.« »Það er ágæt uppástunga. Ég geri það. Svo get ég fepgið flokk manna til að hrópa »húrra« fyrir mér úti á strætinu. Þeir gera það, ef þeim er veitt vel á undan.« »Þér haldið ræðu á fundinum. Er ekki svo?« Ég býst við að það sé nauðsynlegt; en ég hefði þurft að hafa hana skrifaða. Raunar treysti ég mér allvel til að mæla af munni fram, en betra þætti mér þó að hafa skrifuð blöð.« »Getið þér ekki haft rituð blöð í hattinum, haldið honum fram undan yður meðan þér eruð að tala? Mig minnir að hann Smith sálugi gerði það. Þér hafið hann náttúrlega á höfðinu, þegar þér stigið upp á ræðupallinn, en svo takið þér hann ofan, um leið og þér hneigið yður. Svo getið þér lesið upp ræðuna, án þess að nokkur verði þess var, að hún sé í hattinum.« »Þetta er þjóðráð. Þú hefir ætið ráð undir rifi hverju. En eitt er enn; ég ætla að sjá um, að þú verðir kjörstjóri.« »Ég er yður mjög þakklátur fyrir þann heiður.« »Það eru nokkrir dauðir af þeim, sem standa á kjörskránni, en ég hef fengið menn, sem ekki hafa kosningarrétt, til að greiða atkvæði í þeirra nafni. Þú skalt ekki láta þá sverja, nema Mr. Moore heimti það, en hleypa þeim fljótt að borðinu.« »Já, sjálfsagt!« »Það er ekki ómögulegt,« hélt Johnson áfram, »að eitthvað af kvennfólki verði á fundinum á morgun. Fari svo, þá verður þú að sjá um, að þær fái beztu sætin í húsinu. Svo verður þú að vera mjög lipur við þær og kjassa krakkana — ef þær hafa þá með sér —; það getur alt haft áhrif á kosningarnar.« »Hm,« sagði Grimur og stóð upp; »það er nú alt verra. — — En nú man ég það, að meðlimir saumaklúbbsins ætla að koma á fundinn, og ganga eftir hljóðfalli með fána til heiðurs við yður.« »Hm. Hvaða hornleikaraflokk skyldu þær hafa?« »Þær hafa myndað hann sjálfar. Prestskonan sagði, að þær hefðu eina góða harmoníku og þrjár munnhörpur.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.