Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 96
216
7. mynd; þar er E galvansker og liggja símar út frá báðum plöt-
um þess; G er segulnál, sem segir til, ef straumur kemur frá
kerinu; C er hinn eiginlegi samloði; það er glerpípa, lokuð í
báða enda og nærri full af ryðguðum smánöglum eða öðru þess
háttar; símarnir frá E ganga hvor inn í sinn enda pípunnar. Eins
og stendur fer enginn straumur úr kerinu, því að hann kemst
ekki gegnum naglaruslið í samloðanum, af því að naglarnir eru
tyðgaðir; en komi nú rafmagnssveiflur að þessu verkfæri, er eins
og naglarnir verði alt i einu samanhangandi og nú kemst straum-
urinn frá kerinu gegnum samloðann og sést það af því, að segul-
nálin fer að sveiflast; sé samloðinn svo hristur ofurlítið, hættir
straumurinn þegar í stað — þá eru naglarnir ekki samanhangandi
lengur— og svo stendur þangað til nýjar rafmagnssveiflur koma;
þá kemur enn straumur og svo koll af kolli.
Það hefur nú sýnt sig, að þó rafmagnsneisti sá, sem setur
sveiflurnar af stað, sé langt í burtu, fer straumur gegnum samloð-
ann þegar sveiflurnar koma. Þetta hefur Marconi notað til frétta-
sendinga; síminn frá galvanskerinu E á 7. mynd er látinn ganga
utanum segulskeifuna í rittóli Morses, svo gegnum samloðann og
aftur til kersins; þegar sveiflurnar koma, framkalla þær straum í
þessum síma; skeifan verður segulmögnuð, dregur að sér akkerið
og alt gengur á sama hátt og lýst er hér að framan; munurinn
er aðeins sá, að straumurinn, sem segulmagnar skeifuna, kemur
ekki langar leiðir að, heldur er hann framleiddur þar á sama stað.
Til þess að straumurinn hætti jafnskjótt og sveiflurnar hætta, býr
Marconi svo um, að samloðinn hristist altaf; þá stendur straum-
urinn gegnum rittólið og samloðann altaf jafnlengi og neisti sá,
sem framleiddi sveiflurnar; með því að hafa lengri eða skemmri
neista, fá menn þá lengri eða skemmri straumkipp, og þar með
strik eða púnkt á pappírsræmuna í rittólinu (sjá 4. mynd). Auk
þessa, sem hér hefur verið minst á, er ýmislegur annar útbúnaður
til þess að gjöra verkfærin nákvæmari, og verður ekki skýrt frá
honum hér. Þó skal geta þess, að mönnum hefur tekist að gjöra
hvern samloða svo úr garði, að hann segir ekki til annara sveifla
en þeirra, sem koma frá einhverjum einum vissum stað, svo að
þótt rafmagnssveiflurnar berist í allar áttir, bera þær ekki boð
nema til rétts hlutaðeiganda.
Nú er sem óðast verið að gjöra tilraunir með fréttafleygi
þennan í flestum löndum; Italir byrjuðu og reyndu þegar í hitt