Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 85
205
ast nálin snöggvast út, og hverfur þegar til baka aftur; eftir þessu
tók fyrst danskur maður, Örsted að nafni, árið 1820. Þá fóru
menn að rannsaka betur hvaða samband væri milli segulmagns og
rafmagns, og fundu menn brátt, að rafmagnsstraumurinn getur
segulmagnað járn og stál. Ef vér tökum járn- eða stáltein, vetjum
lauslega utan um hann koparsíma og hleypum straum í símann,
segulmagnast teinninn þegar og sést það af því, að hann getur nú
dregið að sér járnsvarf, smáa járnmola og þess háttar, einkum að
endunum, sem eru kallaðir pólar segulsins. Ef straumurinn hættir,
hverfur segulmagnið þegar í stað, ef teinninn er úr deigu járni,
en sé hann úr stáli, getur það haldist í honum mjög lengi; oft er
teinninn beygður þannig, að hann er í lögun sem skeifa, og snúa
þá báðir pólarnir í sömu átt með nokkru millibili eins og hælarnir
á skeifunni; eru þetta kallaðar segulskeifur.
Rafmagnsstraumurinn getur þannig framleitt hita, ljós, segul-
magn o. fl. og þetta getum vér notað oss á margan hátt. En það
er eitt höfuðlögmál náttúrunnar og grundvallarlögmál eðlisfræð-
innar, að ekkert getur orðið til af engu, hvorki neitt efni, né
heldur afl, hiti, ljós, segulmagn eða annað; í hvert skifti sem eitt-
hvað nýtt sýnist koma fram, getum vér verið vissir um, að jafn-
mikið fer að forgörðum eða eyðist annarsstaðar; náttúruöflin geta
breytt mynd sinni á ýmsa vegu, afl getur breyzt i hita eða raf-
magn, rafmagn í ljós, hita o. s. frv., en í hvert skifti sem eitthvað
af þessu kemur fram, eyðist viðlíka mikið af einhverju öðru, til
þess að framleiða það. Vér getum þvi ekki fengið rafmagnsstraum-
inn ókeypis; og ef vér gefum vel gætur að galvanskerinu, munum
vér sjá, að loftbólur koma upp með plötunum, svo það er eins
og hæg suða niðri í sýrunni; jafnframt eyðist zinkplatan smám-
saman, því að sýran étur zinkið; vér borgum því rafmagnsstraum-
inn með zinki og það er verkun sýrunnar á zinkið, sem fram-
leiðir strauminn; ef menn vilja hafa stérkan straum, sem renni í
langan tíma, eyðist mikið af zinki, og þá verður rafmagnið of
dýrt; þá er betra að nota aflvaka og láta þá breyta afli í rafmagn.
Eins og drepið var á, bjó Sömmering til hinn fyrsta rafmagns-
ritsima rétt eftir 1809; 24 síma skyldi leggja milli tveggja stöðva;
á annari stöðinni var galvansker, og mátti hleypa straum úr því í
hvern símann sem var; á hinni stöðinni lágu allir endarnir niðri
í skál með vatni; hver sírni var kendur við sinn bókstaf í staf-
rofinu; væri straumnum hleypt í símann a, komu upp loftbólur