Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 19
139
Ég efast ekki um, að sonur hennar og konungsins hefði mist
jafnvægið, ef þú hefðir komið honum í augsýn. En ég er jafn-
viss um hitt: að þú hetðir staðið jafnrétt eftir sem áður. Hann
hefði fengið að taka í hönd þína í kveðju skyni; en ekki að
ganga nær.
Og þótt hann hefði fært þér hönd sína og hjarta, myndir þú
hafa hafnað þeim fórnum. Þú varst og ert drotning allra kvenna,
svo þar var engu hægt við að bæta, nema kórónunni og kjólnum,
sem þú myndir ekki vilja bera, þótt þeir gripir hefðu staðið þér
til boða.
Éú varst drotning, ert og verður, þótt þú gangir ein; því að
þú ræður yfir voldugu ríki og víðlendu — svo víðlendu, að í því
gengur sólin aldrei undir.
Þar er dagur um miðja nótt.
*
Ég sá augu þín þótt þú snerir þér undan.
*
Og þarna inni í aftanroða-morgunbjarmanum bak við hvarrna
þína, sá ég og fann það, sem mig hafði lengi langað til að sjá og
finna, en sem ég hafði hvorki séð né fundið —
Gitð.
Ég sá hann með opnum augum og lokuðum, heyrði hann
draga andann — heilagan andann — með opnum hlustum og
byrgðum.
Auga þitt var skuggsjáin, sem ég sá hann i.
Þú varst fjarlægðin nálæga og nálægðin fjarlæga, sem birti
mér hann.
Þú sýndir mér hann með þeim litum, sem dráttskúfar málar-
anna hafa aldrei verið vættir i.
Ég sá fyrst inn í þessa veröld í skammdeginu.
Þá varð veturinn að vori.
Nú er vorið orðið að hausti.
Nú er áfellið komið.
Hausttíðin legst yfir mig eins og mara og blæs á mig hroll-
köldum hráslaganum, sem fylgir andardrætti hennar.
Ég kviði kuldanum og skelfist hann, sem gagntekur mig á
þessum vetri, þessum Fimbulvetri, sem nú fer i hönd.
Hví skyldi kuldinn ekki leita gamalla stöðva? Hann þekkir