Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 84
204
og hljóð, hiti og ljós geta borist gegnum loftið. En af verkunum
rafmagnsstraumsins lærum vér að þekkja hann, og verkanirnar hafa
menn rannsakað svo nákvæmlega, að menn geta vitað þær fyrir-
fram í hverju einstöku tilfelli og séð, hvernig þær muni haga sér
eftir kringumstæðunum. Ef vér viljum fá miklar og greinilegar
verkanir, þurfum vér að hafa sterkan straum; þá má nota mörg
galvansker saman eins og sýnt er á 2. mynd; þar er hver kopar-
plata fest við zinkplötuna í næsta keri, og sé svo sími lagður frá
yztu koparplötunni til hægri handar á myndinni til yztu zink-
plötunnar til vinstri handar, kemur fimrn sinnum sterkari straumur
í þann síma (af þvi að kerin eru 5), heldur en vér myndum fá,
ef vér hefðum aðeins eitt ker.
Verkanir straumsins eru ýmislegar; fyrst og fremst tökum vér
eftir því, að síminn hitnar smámsaman, einkum ef straumurinn er
sterkur og síminn mjór; hitinn getur orðið svo mikill, að síminn
verði hvítglóandi, þó því aðeins að hann sé mjór; með þessu móti
má fá rafmagnsljós, sem nú eru óðum að ryðja sér til rúms í
borgum og bæjum.
Ef vér slitum símann sundur í miðju og stingum báðum end-
unum niður í skál með vatni, heldur straumurinn áfram, því að
hann kemst gegnum vatnið, eins og áður er sagt. En nú gjörir
hann vart við sig með því móti, að hann greinir vatnið í skálinni
sundur í frumefni þess. Vatnið er samsett af tveim frumefnum,
súrefni og vatnsefni; þau eru hvort um sig næsta ólík vatninu,
því bæði eru þau loftkend, og súrefnið nærir og viðheldur eldi,
en vatnsefnið er eldfimt. Þegar símaendunum er stungið niður í
vatnið, myndast loftbólur niðri í vatninu og stíga upp til yfirborðs-
ins; en í bólum þessum er ekki venjulegt andrúmsloft, heldur
einmitt lofttegundir þær, er nefndar voru, og koma þær upp úr
skálinni hvor á sínum stað. A sama hátt getur rafmagnsstraumur-
inn greint sundur ýmsa aðra vökva en vatn. Þessar verkanir
straumsins eru uppgötvaðar afVolta árið 1800.
Einna merkilegastar eru þó segulverkanir straumsins. Ef segul-
nál er látin eiga sig i kyrð og ró, þá heldur hún, svo sem kunn-
ugt er, ákveðinni stefnu frá norðri til suðurs; en ef rafmagns-
straumur er látinn renna fram hjá henni, fer hún að hreyfast,
sveiflast snögglega í fyrstu, en stöðvast brátt og liggur þá ekki í
sömu stefnu og áður; ef straumurinn svo hættir, færist nálin aftur
í sína fyrri stefnu; standi straumurinn aðeins eitt augnablik, sveifl-