Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 84

Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 84
204 og hljóð, hiti og ljós geta borist gegnum loftið. En af verkunum rafmagnsstraumsins lærum vér að þekkja hann, og verkanirnar hafa menn rannsakað svo nákvæmlega, að menn geta vitað þær fyrir- fram í hverju einstöku tilfelli og séð, hvernig þær muni haga sér eftir kringumstæðunum. Ef vér viljum fá miklar og greinilegar verkanir, þurfum vér að hafa sterkan straum; þá má nota mörg galvansker saman eins og sýnt er á 2. mynd; þar er hver kopar- plata fest við zinkplötuna í næsta keri, og sé svo sími lagður frá yztu koparplötunni til hægri handar á myndinni til yztu zink- plötunnar til vinstri handar, kemur fimrn sinnum sterkari straumur í þann síma (af þvi að kerin eru 5), heldur en vér myndum fá, ef vér hefðum aðeins eitt ker. Verkanir straumsins eru ýmislegar; fyrst og fremst tökum vér eftir því, að síminn hitnar smámsaman, einkum ef straumurinn er sterkur og síminn mjór; hitinn getur orðið svo mikill, að síminn verði hvítglóandi, þó því aðeins að hann sé mjór; með þessu móti má fá rafmagnsljós, sem nú eru óðum að ryðja sér til rúms í borgum og bæjum. Ef vér slitum símann sundur í miðju og stingum báðum end- unum niður í skál með vatni, heldur straumurinn áfram, því að hann kemst gegnum vatnið, eins og áður er sagt. En nú gjörir hann vart við sig með því móti, að hann greinir vatnið í skálinni sundur í frumefni þess. Vatnið er samsett af tveim frumefnum, súrefni og vatnsefni; þau eru hvort um sig næsta ólík vatninu, því bæði eru þau loftkend, og súrefnið nærir og viðheldur eldi, en vatnsefnið er eldfimt. Þegar símaendunum er stungið niður í vatnið, myndast loftbólur niðri í vatninu og stíga upp til yfirborðs- ins; en í bólum þessum er ekki venjulegt andrúmsloft, heldur einmitt lofttegundir þær, er nefndar voru, og koma þær upp úr skálinni hvor á sínum stað. A sama hátt getur rafmagnsstraumur- inn greint sundur ýmsa aðra vökva en vatn. Þessar verkanir straumsins eru uppgötvaðar afVolta árið 1800. Einna merkilegastar eru þó segulverkanir straumsins. Ef segul- nál er látin eiga sig i kyrð og ró, þá heldur hún, svo sem kunn- ugt er, ákveðinni stefnu frá norðri til suðurs; en ef rafmagns- straumur er látinn renna fram hjá henni, fer hún að hreyfast, sveiflast snögglega í fyrstu, en stöðvast brátt og liggur þá ekki í sömu stefnu og áður; ef straumurinn svo hættir, færist nálin aftur í sína fyrri stefnu; standi straumurinn aðeins eitt augnablik, sveifl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.