Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 93
213
Mánuði seinna náðu menn og upp frá marar-
botni endanum, sem hafði týnst árinu áður og
svo var þeim sima haldið áfram alla leið til
Ameríku; þá voru komnir tveir símar yfir At-
lanzhaf og hafa þeir dugað vel alt til þessa.
Pannig var sigurinn unninn að lokum, þótt
skrykkjótt gengi í fyrstu, en hið sama má sjá
nálega hvar sem um einhverja verulega framför
er að ræða; fyrstu tilraunirnar mishepnast en
kosta að öllum jafnaði mikið fé; þegar enginn
árangur sést og ekkert fæst í aðra hönd, hættir
mönnum við að leggja árar í bát, en þá er ein-
nfitt um það að gjöra, að færa sér hina dýr-
keyptu reynslu í nyt og þreifa sig áfram, unz
takmarkinu er náð og sigur-
unninn á öllum torfærum og
erfiðleikum.
Siðan þetta gjörðist, hafa
verið lagðir fjölda margir sæ-
símar í öllum höfum heimsins
og nú kunna menn svo vel
með að fara, að slík slys, sem
hér hafa verið nefnd, koma valla íyrir framar.
A 5. mynd má sjá part af sæsíma, eins og þeir
tíðkast nú; a er sjálfur ritsiminn og er hann
undinn saman af 7 koparþáttum, b er einn eða
fleiri hólkar úr gúttaperka eða togleðri; þá er
c tjöruhampur, d. margþættur járnvír, sem er
vafið um allan símann; e er lag af jarðbiki og
yztu lögin eru til skiftis úr tjöruhampi og jarð-
biki. Þar sem síminn liggur nærri löndum og
í lendingum, er hann jafnan gjörður miklu
traustari, þvi að þar er mest hættan af isreki,
brimi o. fl., en úti í reginhöfum er alt kyrt á
botninum og þar er símanum lítil hætta búin.
Fyrstu ritsímar Danmerkur voru lagðir árið
1854, en nú eru símarnir þar sem kongulóar-
vefur um alt land. Arið 1869 var stofnað
»Stóra norræna ritsímafélagið«; það á flesta
6. mvnd.
5. mynd.