Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 45
í65
lifir þarna — — þarna---------Jæja, það er sama hvar hún lifir,
en hún stendur altaf upp í hárinu á mér, og svívirðir mig og
mina. Fyrir skömmu sagði hún, að þessi kirkjumál og kirkju-
tíðindi í blöðunum væri mikil leiðinda-della. Finst yður ekki fá-
dæmi að heyra, hvernig þetta fólk getur guðlastað? Það er ótta-
legt að hugsa til þess. Ekki um að tala að það vilji ganga i söfn-
uð; það segist geta borgað presti án þess. Hvað ætli liggi fyrir
þessu fólki? Ég álit að það fólk, sem hvorki vill standa í söfnuði
eða kvennfélagi, eigi ekki skilið að komast í himnaríki. Og ég
veit fyrir víst, að hvorki ég eða maðurinn minn förum að mæla
fram með því, en — —«
»Auðvitað ekki,« sagði Johnson. Han kærði sig ekkert um
að ræða um söfnuði eða kvennfélög rétt þessa stundina; það var
annað, sem honum lá þyngra á hjarta. Og hann sá, að ef hann
léti frúna vaða þennan krapaelg óhindraða, þá kæmist hann aldrei
að málefninu. Honum sýndist því bezt að taka um hornin á
nautinu, og sjá hvernig færi.
»Ég ætlaði að tala um áriðandi málefni við ykkur bæði,«
sagði hann; »er ekki maðurinn yðar heima?«
»Nei. Ekki þessa stundina, en hann kemur von bráðar.«
»Þá ætla ég að tala við yður á meðan. Þér hafið sjálfsagt
heyrt, að stjórnarsinnar hafa tilnefnt mig sem þingmannsefni við
þessar kosningar.«
Jú, frúin hafði heyrt það.
»Og í tilefni af því heimsótti ég yður. Eigi mér að verða
sigurs auðið, þá þarf ég fylgi allra góðra manna, því ég á harð-
snúna mótstöðumenn. Ég treysti því, að maðurinn yðar styrki mig,
og þér sömuleiðis.«
»Og hvaða styrk get ég veitt yður, Mr. Johnson? Ég er kona,
og konur ráða engu í stjórnmálum.«
»Jú, þér getið veitt mér mikið lið — íjarska mikið. Því þó
þið konurnar hafið ekki atkvæðisrétt í stjórnmálum, þá getið þið
haft áhrif á þau samt með því að tala við menn ykkar. Það nær
nú ekki til mannsins yðar; því ég efast ekki um að hann fylgi
mér. En þér gætuð veitt mér stórmikið fylgi með því að tala
máli mínu við meðlimi saumaklúbbsins og aðrar konur í söfnuð-
inum, því ef þær fylgja mér, þá gera mennirnir þeirra það líka.«
Þetta líkaði henni að heyra. Hún hafði raunar vitað það
áður, að hún hafði mikil áhrif í klúbbnum og í söfnuðinum, en