Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 9
129
Voi\
Brot úr sögu eftir Guðmund Friðjónsson.
I.
Vorþráin hefir búið i mér langa hríð og vonað eftir fullnæg-
ingu. Hún hefir hagað sér eins og leiðslublandin óró og skimað
í allar áttir, ekki einungis austur móti dagrenning og suður undir
hádegissól, heldur einnig vestur i fjallgarðinn, sem ber við himin.
Hún befir jafnvel horft norður í íshafið.
Og þar gat hún þó sízt búist við, að sjá von sína rætast —
þar sem hafáttin austræna hefir verið að verki sínu liðlangan vetur-
inn og hlaðið margfaldan varnargarð móti sunnanvindi og sól, alt
austan frá Svíþjóð hinni köldu og vestur að Hellulandi.
Veturinn var orðinn svo langur — óttalega langur. IJó var
hann styttri en hann hefir stundum verið, hinn eiginlegi vetur.
En hinn — hann verður ekki mældur eða veginn.
Hann hefir lagt undir sig flesta sólmánuði og hernumið margar
sumartíðir og vornatur æfi minnar.
Mér hefir aldrei leiðst eins mikið eftir vortíðinni sem nú, og
hefi ég þó oft verið langeygur eftir henni.
Loksins er hún nú komin.
Hamingjunni sé lof!
Ég lofa hamingjuna fyrir komu vordísarinnar; og þó veit ég
eltki, hvort mér stendur nokkuð gott af henni.
En hún er ljómandi fögur, skemtir auganu og hefir frítt föru-
neyti.
Eg sé hana glögt. Merki hennar ber við himin og ljómar í sól-
skininu. Það er gert úr dýrindis guðvefi. Samkembingur hinna sjö
fegurstu lita er í gunnfánanum og gullbryddur kögur á jöðrunum.
Vordís!
Ég hefði kosið að faðma föður þinn, Guð, fyrir framleiðslu
þína. Ég vildi kyssa móður þína, Sólina, fyrir það, að hún fæddi
þig og laugaði í himinvökvanum. — En ég næ ekki til þeirra.
Vorsól!
Ég vil taka þig í hendur mínar, setja þig upp á skrifborðið
mitt og leika mér að þér — snara þér á rönd eins og skerborði
og velta þér eins og gullhring.
9