Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 108
228
arðmeiri en laxveiðin í ánum, og verðum sér að játa, að oss finst þetta dálítið
vanhugsað. Sé það rétt, sem vist er engum efa undirorpið, að selurinn eyði
miklu af laxi og sé þannig laxveiðinni til hins mesta hnekkis, hvað er þá líklegra
en að laxveiðin ykist að miklum mun í þeirri á, sem selnum væri algjörlega
bægt frá, og yrði brátt margfalt arðmeiri en laxveiðin og selveiðin eru nú saman-
lagðar. Vér erum eindregið þeirrar skoðunar, að neyta eigi allra bragða til þess,
að fæla selinn burt, ekki aðeins úr ám og ármynnum, heldur einnig af öllum
fjörðum og flóum landsins, að svo miklu leyti sem framast er unt. Að minsta
kosti ætti hið allrabráðasta, þegar á næsta þingi, að nema selafriðunarlögin úr
gildi, þennan sorglega vott íslenzkrar löggjafarskammsýni. — Galli er það á rit-
gjörðinni, að ekki er þar getið vísindanafnanna á dýrategundum þeim, sem
nefndar eru. Svo mikill ruglingur er á isl. nöfnunum, að þessa er full þörf.
Hvaða seltegund er t. d. að taka »útselurinn« á Breiðafirði?
Að endingu skal þess getið, að vér teljum rannsóknir þær, sem hér er um
að ræða, svo mikilsverðar og urn leið svo vandasamar og umfangsmiklar, að
maður sá, er gefur sig við þeim, þarf aö geta helgaö sig þeim aö öllti leyti; annars
er hætt við, að þær verði kák eitt og árangurinn lítill sem enginn. Þetta ætti
þingið að athuga. St. St.
BJARNI JÓNSSON: BALDURSBRÁ. Rvík 1898. »Sá verður tvisvar
feginn, sem á steininn sezt«, segir gamalt spakmæli. En sá, sem les Baldurs-
brá, verður líklega aðeins einu sinni feginn — þegar hann hefir lokið lestrinum.
Hvert það verk, sem er þess vert, að það sé unnið, er einnig þess vert, að
það sé unnið svo vel, sem hægt er. Þetta ætti hver maður að hafa hugfast.
Enginn sláttumaður er svo fávís, að hann viti eigi, að þvi aðeins tekur hreint
úr ljáfarinu, að ljárinn sé brýndur, og hann lagður þétt að rótinni. Það hefir
ekki þótt þungt verk, að halda á prjónum. En ef það er unnið með hangandi
hendi, verða lykkjuföll á prjónlesinu, og gallar í vörunni.
En svo ilt, sem það er, að vinna likamleg störf utan við sig og aftan, þá
tekur þó út yfir, þegar skáldin yrkja með hangandi hendi. En það hefir höf-
undur »Baldursbrár« gert — viljandi eða óviljandi.
Bókin er að vísu snauð af skáldlegum hugmyndum; en þó er hún fátækari
af hagmælsku og málsnild. Það er því heldur óheppilegt, að setja framan á hana
vísu Jónasar: -Móðurmálið mitt góða« o. s. frv. Orðfærið er víða óhöndulegt.
Óþörfum lýsingarorðum er stráð víðsvegar; en meinlokurnar standa víða þvers
um i hendingunum; og skal ég nú færa sönnur á þessi ummæli.
Snemma byrja barna mein: Þegar fáum blöðum er flett í bókinni, sér
»maður« þetta:
Norðurljósin loga fríö
á leiðum himinsala;
fölnuð grösin blika bliö . . .
Það er satt, að norðurljósin eru fríö. En þau eru meira og er þetta að
vísu engin lýsing. Bliöa grasanna er heldur ekki á marga fiska, sem varla er
von, þar sem þau hafa engin skilningarvit, svo kunnugt sé. Leiðir himinhnatta
eru kunnar. En leiðir himinía/a eru engar til; því þeir eru aldrei á ferð og eiga
enga Svínahraunspólitík. — Þá talar höf. um »lóurödd í hrísrunni« og er það
að vísu rangt. Hún hefir jafnan haldið sig að móunum, blessuð lóan; þeir eru
föðurleifð hennar og móðurjörð á sama hátt og birkiskógamir eru ættlönd þrast-
anna. — Allir vita, að sumarsólin er »svásleg« og að liljan er »ljós«. Lýsingar-