Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 79
199
2. Impromtu (P. F. Solo), 3. Scottish dances (P. F. Duet), 4. Pastorale
(P. F. Solo), 5. Berceuse (Duet fyrir píanó og fiðlu), 6. Saga (Duet fyrir
pianó og fiðlu), 7. Humoresque (Duet fyrir pianó og fiðlu).
Með því Svb. Svb. þykir ágætur kennari og er talinn manna fær-
astur i sinni list, fær hann kenslu sina vei borgaða, auk þess sem hann
hefir talsverðar tekjur af sönglögum sinum. Hann mun þvi orðinn vel
megandi maður. Hann býr á ljómandi fallegum stað i útjaðri Edin-
borgar og er lystigarður umhverfis húsið. 1890 kvæntist hann skozkri
konu, Elleanor Christie. Er hún miklum mun yngri, fríð sýnum og
mjög viðfeldin og skemtileg. Eiga þau hjón tvö efnileg börn, dreng
og stúlku, og heitir sveinninn Pórður eftir föðurafa sínum.
Svb. Svb. er tæplega meðalmaður vexti, grannleitur og lítt skeggj-
aður, eins og myndin sýnir. Hann er kviklegur á fæti og hinn mesti
snyrtimaður í allri framgöngu. Hann lætur lítt yfir sér og er manna
hóglátastur, en skemtilegur og þýður í viðmóti, er hann fer að tala.
Pegar hann sezt við píanóið og fer að leika á það og syngja, er eins
og hann sé hlaðinn af rafmagni og liggur við, að gneistar standi af
honum í allar áttir. Hann er mjög íslenzkur í anda og hans mesta þrá
er, að semja lög við söngleik út af einhverri íslenzkri fornsögu. En
hann vantar hentugan, ljóðaðan texta til þess, og væri vert fyrir íslenzku
skáldin að spreyta sig á honum, svo vöntun hans þyrfti ekki að vera
til fyrirstöðu.
Vér birtum í þetta sinn »Landnámssöng Islands« eftir Svb. Svb. (við
kvæðið »Minni Ingólfs« eftir M. J.), og þykjumst vér vita, að mörgum
muni vænt um þykja. En vér getum líka glatt lesendur vora á þvi, að
í næsta árg. munum vér birta annað íslenzkt lag eftir hann, og hver
veit hvað meira kann að verða siðar. V. G.
Saga ritsímans.
Eins og menn vita, getur það oft komið sér vel að fá fljótar
fregnir um ýmislegt, sem gjörist langt í burtu. Menn hafa líka
fundið tii þess frá þvi fyrsta, er sögur fara af, og margir hugvits-
rnenn hafa spreytt sig á að finna ráð til þess. Nú á tímum má
segja að ráðið sé úr þessu því nær svo vel, sem framast verður
heimtað, með rafmagns-ritsímanum, sem samtengir bæi og borgir,
lörtd og heimsálfur og flytur boð á fáum augnablikum um allan