Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 44
164 »Nei. Því er nú ver og miður.« »Frúin heima?« »Ja, það veit ég ekki. Saumaklúbburinn er nýbúinn að slíta fundi, og frúin er þreytt, svo það er ekki gott að vita, hvort hún er heima; en ég skal fara og vita.« Hún fór og kona aftur með þau tíðindi, að frúin væri heima, og bæði hann að gera svo vel að ganga inn. Johnson þáði boðið, og Silvía fylgdi honum til stofu. Frúin stóð upp úr hægindastól sínum, þegar hún sá hver kominn var. »Komið þér sælar, frú Kristjánsson.« »Komið þér sælir, Mr. Johnson; mér er ánægja að sjá yður. Gerið svo vel að fá yður sæti.« Johnson settist á legubekk. Hann hafði þá kveldið áður komið heim úr Ottawaferð sinni, og var nú kominn í liðsbón. Hann var mikill vinur þeirra prestshjónanna, og taldi sér víst fylgi þeirra i baráttunni. »Þarna eigið þér fallegan kött,« sagði Johnson til að byrja samtalið. »Já! Hann er nú helzta ánægjan mín í heiminum, þegar maðurinn minn er ekki heima. Ég segi yður satt, Mr. Johnson, þér getið ekki trúað því, hvað þessi köttur er vitur. I dag, þegar saumaklúbburinn sat hérna á fundi, þá gekk hann á milli þeirra og mjálmaði upp á þær konur, sem hann vissi að voru mér vin- veittar, en leit ekki við hinum. Hann er hreint og beint elskulegur.« »Ég trúi því. Skynlausu skepnurnar eru vitrari en margur hyggur. Ég átti einu sinni hund, sem lærði alveg tilsagnarlaust að standa á afturlöppunum, og það er meira en margur maður- inn gerir. — Svo klúbburinn sat á fundi í dag?« »Já, og gerðum mikilsvarðandi samþykt. Klúbburinn samþykti, að allar konur, sem tilheyra honum, skildu hér eftir þvo þvott sinn á þriðjudögum, nema ég ein þvæ þvott minn á mánudögum eins og áður. Ég kann betur við það. Ég segi yður satt, Mr. Johnson, þó ég sé nú ekki háttstandandi í heiminum, þá get ég ekki vitað, að hver óbreytt alþýðukona þvoi þvott sinn sama dag- inn og ég. Maður verður þó að gera einhvern greinarmun á þjónum drottins og — og óvandaðri alþýðu---------------En ég er nú ánægðari síðan þessi samþykt var gerð.« »Það gleður mig að heyra. Gekk það þá mótspyrnulaust?« »Nei, ekki var nú svo vel. Þér þekkið hana Ingibjörgu, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.