Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 59
179
hans og leiddi hann með sér inn í afkima einn. Hvað þeim fór
þar á milli, vissi enginn; en þegar þeir kom fram aftur, sagði
tröllið:
»Vinir mínir! Þessi gentilmaður hefir talað við mig, og fært
gildandi ástæður fyrir því, að við eigum að kjósa Johnson. Eg
verð að játa, að ég hafði ekki íhugað málið nógu vel, og sé, að
ég hef talað illa áðan. Ég bið ykkur fyrirgefningar, og lýsi nú
yfir því, að ég er með ykkur — og Mr. Johnson.«
Grímur drap titlinga glottandi. Hinir samglöddust tröllinu
hver af öðrum, og slógu svo botninn úr annari tunnu og drukku
skál Johnsons í tuttugasta sinni.
Meðan þeir voru að því, kom þar strákur einn, og hrópaði,
að þeir skyldu koma fljótt, því það ætti að fara að brenna Mr.
Johnson þar á strætinu. Við þá frétt varð þeim svo hverft, að
þeir fleygðu glösunum og þutu út; en tiu eða tólf lágu eftir á
gólfinu, augafullir.
Orskamt þaðan var verið að byggja múrhús, en verkið var
ekki kornið lengra en svo, að kjallarinn, sem var úr steini, var
búinn. Þar hafði stór hópur af fylgismönnum Moores safnast
saman, og höfðu haft með sér mynd af Johnson, í fullri líkams-
stærð. Myndina höfðu þeir sett á stöng og borið hana svo um
strætin, unz þeir komu að kjallaranum. Þangað hafði áður verið
flutt eldsneyti og tunna af steinolíu. Skrillinn, sem nú skifti hundr-
uðum, og orgaði og grenjaði og bölvaði á rnilli þess sem hann
slokaði í sig vínblönduna, sem Moore hafði gefið þeim, fór nú
líkt að og Gyðingar forðum, þegar þeir ætluðu að fórnfæra. Ótal
hendur gripu eldsneytið og hlóðu því, aðrir slógu botninn úr tunn-
unni og heltu oliunni vfir; tóku síðan myndina af Johnson, gegn-
vættu hana i olíu og settu hana á háa stöng yfir eldinum. Síðan
var leidd fram kýr — eða mynd af kú — í fullri stærð, og varpað
ofan á eldsneytið; kölluðu þeir hana Ottawa-belju, og sögðu um
Johnson eins og Norðmenn forðum um Ögvald konung, að »alt
skyldi saman fara, karl og kýr«. Svo var kveykt í öllu. Eldurinn
blossaði upp á einu vetfangi, svo alt var í einu báli, eldsneytið,
kýrin og Johnson. En kjósendurnir hlógu, grenjuðu og bölvuðu;
tóku hver í höndina á öðrum og kystu hver annan, og réðu sér
ekki fyrir gleði af því, að sjá sína verstu pólitisku óvini brenna
þarna. Mest voru þó ólætin meðan Johnson var að brenna. Og
þegar eldurinn var búinn að eyðileggja hann, og brunatætlurnar
12*